Heimasíða Ásgarðs

11.12.2007 00:33

Jólin að nálgast og flott hestfolald til sölu!

Nú er sko Jólin á næsta leyti!Alltaf þegar að nágranninn minn er búinn að setja upp Jólaljósið á sitt hesthús þá kemst ég í Jólastuð:)


Fer að finna mín Jólaljós og skreyta húsið okkar(Hmmm...Hebbi reyndar:).Við erum bæði mest fyrir ljósin og finnst báðum gaman að skreyta með seríum en látum hitt liggja á milli hluta þ.e.a.s að versla stórt Jólatré og hengja upp allskyns dót nema þá Jólasokkinn minn gamla sem hýsir öll Jólakortin þartil dóttirin á bænum les hann upp eftir að búið er að snæða á Aðfangadag.
Eftir að dóttirin á bænum hætti að vera barn (er orðin 18 ára og fullorðin samkvæmt lögum:)þá látum við þetta ljósaskraut nægja.

Jæja"úr því ég er byrjuð að tala um Jólahaldið hér á bæ þá er best að klára að upplýsa ykkur um hvernig því er háttað hér í sveitinni.
Þarsem við erum með fullt af skepnum sem eru í algjörum forgang hér þá byrjar Jólastússið okkar á Þorláksmessu en þá förum við í bæinn,verslum ALLT fyrir Jólin,keyrum ÖLLU til vina og ættingja og brunum svo í sveitina aftur:)

Ekkert vesen með það gott fólk.Svona hefur þetta verið í mörg ár og hefur barasta alltaf gengið upp þó stressið sé náttúrulega mikið á einum degi.Ég nenni ekki að vera að stressa mig í fleiri fleiri vikur heldur er bara stressuð einn dag og svo búið!

Ég er hætt að standa á haus uppá skápum með skúringar græjur og hætt að baka svo ég geti státað mig af 18 sortum það árið .
Jólin koma samt og eru bara yndislegri eftir að ég hætti margra vikna stressinu.

Aðfangadagur fer að sjálfsögðu  í að sinna öllum skepnunum extra vel og allir fá pínu ponsu extra að borða (svo okkur líði vel:)

Síðan þegar að það er búið þá er bara spurningin hvað klukkan er og kannski er hún ekki orðin 18:00 eða hún er orðin miklu meira en 18:00.Skiptir ekki öllu máli:)

Það gerir bara ekkert til því að þennan dag er ég ekki að stressa mig neitt.Nóg var víst stressið á mér fyrri daginn hehehehehehehehe..........

Þarsem "barnið" mitt er skilnaðarbarn+einkabarn þá fær hún auðvitað extra fleiri pakka OG borðar á tveimur stöðum þetta kvöld!"Heppin" þessi skilnaðar-einkabörn:)

Mér finnst alltaf svo sérstakt að fá hana til okkar á Aðfangadagskvöldið:)

Hún er svo föst í gömlu hefðunum að hún má ekki til þess vita að ég ætli ekki að vaska upp fyrren eftir að búið er að opna pakkana!
Ekki að ræða það!!!!Nú þá þarf maður náttúrulega að gegna  "krakkaorminum"og við vöskum upp saman:)

Svo næst sækir hún sokkinn með öllum Jólapóstinum og les upp úr honum og þá er nú gaman.
Næst má maður opna pakkana!En hún útdeilir þeim af mikill vandvirkni:)Fyrst sækir hún poka undir umbúðirnar og skæri því ekki má rífa pappírinn þrátt fyrir að honum verði hent:)

Hún var alveg "óþolandi"þegar að hún var lítll óviti!
Ég hélt að ég fengi barn sem myndi tæta og rífa í sig jólapappírinn með stæl en hvað.........biður ekki barnið um skægi(skæri:) mamma?

Ein Jólin skeði soldið mikið fyndið heehehehehehe.....
Þá var hún nú orðinn unglingur og með viti.
Hún var að lesa póstinn af mikilli vandvirkni uppúr Jólasokkinum þegar að hún fer að hiksta í lestrinum!
Það var kort frá systir Hebba og það hljóðaði cirka svona:
Gleðileg Jól
Elsku Hebbi HAFDÍS og Kristbjörg.Hmmmm..........Hafdís er fyrrverandi konan hans Hebba ( fyrir MÖRGUM árum:) og ekki veit ég á hvaða systirin var að hugsa eða drekka þegar að hún skrifaði kortið!
En Krissa dóttir mín var alveg miður sín þartil ég sprakk úr hlátri því auðvitað var þetta bara hlægilegt hehehehehehe.......

Næstsíðasti hvolpurinn hennar Buslu er farinn í Skagafjörðinn og ætlar að verða minkaveiðihundur og verja Æðarvarp.Hann er algjört yndi og vona ég að nýi eigandinn komi til með að njóta hans vel:)
Þá er sá hundur sem ég hélt að færi fyrst en það er hann Zorró kallinn og er ég alveg við það að splæsa á hann geldingu og eiga hann bara sjálf með öllum tíkunum.
Ég ætla að gefa honum þau tímamörk að ef hann verður enn óseldur þegar að nýja árið rennur í garð þá mun ég eiga hann sjálf.Líst svo fjári vel á geðslagið í þessum hundi.
Er eiginlega að renna á rassinn með söluna á honum:)

Hér er búið að vera snjór yfir öllu og veðrið stillt og kalt alveg einsog ég hafði óskað mér.Gaman að sjá stóðhestana ólmast sama útí snjónum og velta sér.

Hvaða faxspray notar þú Dímon? Falla stelpurnar fyrir þessari lykt?

Komum bara í snjókast Hrókur og pælum í stelpunum í vor ......

Biskup og Völusteinn Álfasteinsson eru bestu vinir .Létu sko hina ekki trufla sig við að kljást.

Allir eru við hestaheilsu og allir komnir á gjöf.
Við erum búin að vera í hrossaflutningum enda veðrið gott í það.
Núna eru flestöll hrossin komin í Ásgarðinn sem verða hér í vetur.

Ein vinkona okkar kom í gær til vetrardvalar en það er hún Freyja kellingin sem er alveg með það á hreinu að hestakerrur er eitthvað sem hún vill ekki ferðast með!!!!
Hún gerði bókstaflega allt sem henni datt í hug og þegar að ekki gekk að mótmæla með því að setjast á rassgatið þá lét hún sig detta niður og alveg á hliðina!

Eftir hartnær tveggja tíma streð við hana þá loksins höfðu eigendur hennar sigur úr býtum og Freyja þurfti að lúta í lægra haldi og má hún bara vera fegin að hafa ekki þurft að labba í Ásgarðinn í ár!
Í Ásgarðinn átti hún að koma á einn eða annan hátt:)

Ég var að eignast gráa hryssu og folald:)Sú gráa er búin að sýna af sér það mikinn óþverra hátt að hún verður felld.Ekkert annað hægt við hana að gera.En þarsem þónokkur kostnaður er á þessum tveimur hrossum hér þá ákvað ég að skoða folaldið betur sem er hestfolald og ætla að skella því á sölu.

Hann er fæddur bikasvartur með stjörnu en er að byrja að grána í kringum augum sem þýðir það að hann verður grár og svo hvítur þegar að hann eldist.Hann fer um á flottu brokki og svifmiklu.
Þetta er Hrókssonur sem bætir geðslagið heldur betur enda sá stutti mjög geðþekkur í umgengni þó styggur sé.Ekki til í honum neitt vesen og lætur mann ýta sér þvers og kruss um allt hesthúsið:)Hann verður gasalega lappalangur og töff foli.

Ættin er eitthvað á þessa leið:
Faðir: Hrókur frá Gíslabæ sem er undan Kormák frá Flugumýri.
Móðir:Er komin útaf Orra frá Þúfu í föðurætt og í móður ætt er hún komin útaf Kveik frá Miðsitju.
Mig bráðvantar gott nafn á hann!Einhverjar tillögur???
Já eða tilboð í kauða??? Hafið samband í netfangið
herbertp@simnet.is

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 334
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 294512
Samtals gestir: 33785
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 04:32:13