Heimasíða Ásgarðs

04.12.2007 22:41

Gamla Hrauna lembd


                       Gamla Hrauna frá Hrauni með sonunum sínum.                            


Gamla Hrauna var í miklu stuði í dag þegar að henni var hleypt útí góða veðrið með öllum hinum kindunum.
Ég var nærri búin að missa þær undir tveggja strengja rafgirðingu þessar nýju sem ég var að fá um daginn en þær náttúrulega eru ekkert hræddar við svona strengi í Ásgarðinum...............ennþá hehehehehe.

En mér tókst að stökkva fyrir þær og sýndi gamla takta frá því maður var ungur og sprækur og stökk einsog Gasella yfir kargaþýfi einsog ekkert væri.

Ég er samt ansi hrædd um að ég hafi í dag stokkið frekar líkt og Fíll á hjólaskautum en það þrælvirkaði á kindurnar sem drifu sig hið snarasta inn aftur undan kellingunni.

Gamla Hrauna æddi inn með látum og stoppaði ekki fyrren hún fann hann Flanka hrút og þau voru sko ekkert að fela sinn ástaleik fyrir börnunum hennar tveimur sem horfðu undrandi á móður sína!Bara 3 mánaða kríli og fengu að sjá  fyrstu skrefin hjá væntanlegum systkinum sínum en við skulum vona að sú gamla komi með tvö stykki og það helst gimbrar næsta vor:)

Pálmi Pamelusonur svaf vært í heyinu og rumskaði ekki .

Veðrið var með besta móti í dag og það hvorki söng né hvein í neinu hér og var maður bara hissa á því hve hljótt var í veðurguðunum í dag.

Nú skal fara með hann Black Beauty austur og vita hvort hann Raggi vinur okkar finni eitthvað útúr þessu með gírstöngina sem ákveður það sjálf hvort bíllinn fer í gír eða ekki.Ef hann Raggi hefur tíma til:)Elsku besti Raggi okkar......

Ég veit ekki hvernig við færum að ef þessi drengur væri ekki svona þolinmmóður við bílinn okkar og héldi honum ávalt í góðu lagi.

Þegar að það er búið þá eru sko hestaflutningar framundan í Borgarfjörðinn og austur fyrir fjall.
Best að klára að flytja heim þau hross á næstu dögum áður en önnur svona leiðindaveðurkast gengur yfir.
Ekkert sérstakt í fréttum annars héðan.
Hafið það sem allra best elskurnar mínar þangað til næst .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59913
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 08:16:30