Heimasíða Ásgarðs

11.12.2007 01:09

Karen kind fengin


Þá er hún Karen kind búin að fá gott í kroppinn hjá honum Flanka vini sínum.Hún er soldið sérstök þessi kind og líklega komin útaf forystufé,minnsta kosti hegðar hún sér þannig og er alltaf fyrst og þarf bara að sjá út einu sinni hvert hún á að fara og þá er allt stimplað fast í hausinn á henni.Frekar stygg en er farin að verða blíðari við mann með hverjum lófanum af fóðurbæti:)

Við erum að fá mark,já ekki seinna vænna úr því okkur finnst svona gaman að rolast þetta innanum kindurnar.
Ekki slæmt mark myndi ég segja fyrir svona byrjendur einsog okkur.Verð ábyggilega með lokuð augun þegar að ég marka fyrsta lambið í vor af hræðslu!
Þá verður markið sjálfsagt eyrað af hægra og umskorið vinstra!
Nýja markið á að vera og vonandi tekst manni þetta (aumingi er maður:)að marka blessuð litlu lömbin með markinu heilrifað hægra,biti framan vinstra.
Nú það verður víst bara að brjóta eyrað sama og klippa á báðum eyrum........æææææææææ hlakkar ekkert voðalega til.
Afhverju má maður ekki tattóvera í eyrað á þeim einsog ég geri við kanínurnar mínar? Það er eitt sekúndubrot og búið og nánast aldrei blóðdropi:)

  Nýja aðstaðan fyrir kindurnar,ekki alveg endalega klárt en vel nothæft fyrir þær.Þú sérð Maríanna að við svindluðum smá og erum ekki búin að klæða veggina .

Þarna er annar litli hrússin sem fæddist í September.Þeir halda að þeir geti sinnt kindunum líka og eru að reyna að tilla sér á tá fyrir aftan þær ........

14 Desember.
Í dag verða líklega síðustu þrjár tilbúnar fyrir hann Flanka en þær voru svampaðar og tók ég svampinn úr þeim í gær.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59948
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 09:27:29