Heimasíða Ásgarðs

30.07.2009 14:01

Snót komin heim og gestahryssur af fara


Snæfellsjökull í sólbaði.

Stemningin á kvöldin hér á Garðskaga er búin að vera ótrúleg á kvöldin.Ég gat ekki stillt mig um að hlaupa út með cameruna um daginn og smella af þegar að sólin lék eldrauðum logum sínum um Snæfellsjökulinn.

Morgunroði vætir,kvöldroði bætir.

Jökullinn hefur aldrei nokkurn tíma klikkað með spá fyrir veðri næsta dag og förum við algerlega eftir honum þegar að við erum í heyskap.

Biskup,Snót,Rjúpa og Geisli fyrir aftan.

Snót er komin heim aftur og nú er bara að krossa putta að hún sé fengin við honum Glófaxa Parkersyni.

Það gæti komið flottur litur undan þeim tveimur.

Fyrstu gestahryssurnar eru að fara héðan frá Ásgarði í dag og um helgina en þá fækkar verlulega hjá Hrók og Astró.

Ein gekk upp hjá Astró (ekki hans sök en hryssan hefur áður gert þetta).

Og ein gekk upp hjá Hrók (líklega vegna spiks:) en nú á hún að vera orðin fyljuð við honum en hún gekk ekki upp í annað sinn hjá honum.

Allar hinar eru fengnar og hafa báðir stóðhestar staðið sig frábærlega vel.

Báðir afar rólegir og góðir við hryssurnar,folöldin og ekki snert á girðingunum.

Enda hef ég sofið róleg á nóttunni og haft það verulega gott í sumar.

Semsagt frábært stóðhestasumar í sumar.

Farin út að afgreiða gestahryssur í kerrurnar!

Hafið það gott um helgina emoticon

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 325
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296582
Samtals gestir: 34136
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 08:36:56