Heimasíða Ásgarðs

03.04.2006 00:03

Allt í eggjum í Ásgarðinum

 

Við erum að drukkna úr eggjum hér í Ásgarðinum.Hænurnar eru afskaplega duglegar að verpa og eru þær að skila hátt í 10 eggjum á dag,Fashaninn er að verpa 1 eggi á dag,Qualinn er að verpa um 10 eggjum á dag,endurnar verpa eggjunum sínum um allt og frjósa þau hingað og þangað um landareigina.Það er kannski ekki verra fyrir hrafninn að fá þau frosin og refinn sem kemur hér á hverri nóttu að fá sér egg að bera þau frosin í kjaftinum í burtu.Ég sá hann um daginn að læðupokast frá andatjörninni en endurnar hafa verið að kvarta undanfarið og ekki viljað vera niður við tjörnina heldur eru þær farnar að verpa við hesthúsið og íbúðarhúsið.

Ég er byrjuð á honum Tvisti hans Hebba en hann fékk að borða með beilsi í dag og setti ég gjörð um búkinn á honum svona til að minna hann á þrýstinginn á kviðinn en hann veit nú reyndar hvað hnakkur er en mér finnst voðalega gott að rifja vel upp það sem ég er búin að kena tamningartrippunum áður.Ég gef mér nægan tíma í þetta enda er nóg til af honum ekki satt.Svo lónseraði ég hann þartil hann gaf mér merkið sem að flest ef ekki öll hross gefa þegar að þau vilja sýna samstarfsvilja en þá hætti ég og rölti í smá stund með han í gerðinu í áttur og krúsíndúllur.Hann fylgdi voðalega vel eftir og var mjög alvarlegur yfir þessu öllu saman.Síðan burstaði ég hann vandlega og skellti hnakknum smá stund á hann inni en svo fékk hann að fara í síuna sína að borða heyið sitt.Um að gera að hætta þegar að allt leikur í lyndi.

Magga kom í dag og var hún einsog venjulega búin að gera allt í stóra hesthúsinu þegar að ég kom frá því að gefa útiganginum.Bara þægilegt að fá hana Möggu hingað,verst að hún er ekkert fyrir það að ryksuga og skúra hmhmhmmmmmm.... þarf ég ekki að prófa að setja ryksuguna fram á gang og skúringafötuna næst þegar að hún kemur og vita hvað skeður hehehehe.Usssssssss ég er nú meiri letibykkjan,get bara gert þetta sjálf ekki satt! Finnst samt miklu skemmtilega að atast úti við heldur en að vera föst inní heimiliverkunum.

Ég nenni ekki að blogga meira gott fólk.Segiði mér,hvað á ég að setja í næstu könnun? Eitthvað dýratengt ekki satt? Eða hvernig postulín notaðir þú um síðustu jól hehehe!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 262
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 285494
Samtals gestir: 33384
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:29:12