Heimasíða Ásgarðs

22.04.2006 23:42

Allt á kafi í ungum!

Mikið eru kanínurnar mínar duglegar að gjóta þessa dagana.Ein þeirra gaut þessari hrúgu um daginn og taldi ég 10 unga og geri aðrir betur! Þetta er Castor Rex læða frá Hrauni á Skaga (fyrir norðan)sem er svona dugleg og faðirinn er hann Gammur gamli.Hann er svolítið merkilegur fyrir þær sakir að vera undan innfluttum dýrum og er orðinn nokkuð gamall í þokkabót.Enda treð ég fóðri í móðurina til að hún mjólki vel handa öllum skaranum:))

Um daginn fékk ég fullt af skemmtilegu fólki í heimsókn.Það kom hér par að líta eftir fylfullri hryssu sem þau eiga hér og mikið var nú skrafað um hross og aftur hross.Það er alveg með eindæmum hvað maður getur blaðrar um hesta! Enda hvað annað skemmtilegra.

Siggi (besti frændi:) og Lilja komu með krílin sín tvö og voru þau dugleg að þramma með okkur á milli móa og hesthúsa.Auðvitað varð frænka að bjóða þeim á bak og varð Biskup fyrir valinu enda voðalega góður fyrir börn ef hann er í aðhaldi.Ég er heldur betur hrædd um að þau ráði ekki við hann úti á götu þannig að þau fengu að ríða honum fram og tilbaka á stóra ganginum í stóra hesthúsinu.Það var sko engin smá sæla sem skein úr litlu andlitunum á þeim:)) Og hvað hesturinn áttaði sig fljótt á því að það voru litlar hendur á taumunum sem að tóku létt á og hann snerist hægri vinstri og bakkaði fyrir þau allt hvað þau báðu um:))Reyndar stóð hann á tímabili bara í þrjá fætur því hann heilsaði svo ákaft með framfæti til að fá sem mest af nammi og fékk hann óspart nammi verðlaun fyrir vinnuna sína.

Eitthvað var ég linkuleg í fyrradag en ég harkaði af mér og tók við að slóðadraga beitarhagana þrátt fyrir að vera við það að stökva útúr traktornum og æla.Ojjjjj.....þetta var ógeðsleg tilfinning en sem betur fer þá lagðist ég ekkert alvarlega í rúmið.En nú er búið að slóðadraga allt nema bakkann sem að er sandi drifinn og þegar að ég skoðaði hann eftir norðanáhlaupið um daginn þá hefur Kári kuldaboli náð að þekja bakkann allsvakalega með skeljasandi.1/3 af honum er undir frekar þykku lagi af sandi og núna fékk mín alveg í magann með vorbeitina fyrir Hrók og merarnar.Ég er vön að byrja á bakkanum en núna verð ég að breyta þessu einhvernveginn.Líklega fá merarnar hluta af túninu í vor með bakkanum.

Í kvöld fórum við hjónin í bæinn eftir henni Sóley folaldi en hún beið okkar í Rauðu Myllunni við Fák.Nóttin hennar Ingu fékk far í bæinn eftir góða vetrahvíld í rúllu og verður hún að öllum líkindum járnuð á morgun þannig að Inga getur farið að ríða útum allann Víðdalinn á hryssunni sinni:)) En hvern haldið þið að við höfum hitt í hesthúsinu þarsem Sóley beið okkar? Enginn annar en hann Markús sjálfur í fremstu stíunni svona líka flottur og með þvílíkan topp og fax! Ég klappaði honum og núna er ég að pikka með skítugum puttunum því hverjum dettur í hug að þvo sér um hendurnar eftir að hafa klappa sjálfum Markúsi frá Langholtsparti!!!!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296267
Samtals gestir: 34087
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 01:31:13