Heimasíða Ásgarðs

24.04.2006 23:58

Hressir stóðtittir og geldingar.

Það var sko ekkert smá stuð í dag þegar að við Hebbi vorum að flokka og vesenast með geldinga og setja með tittunum heim við hesthús.Fyrst settum við hana Jasmín hennar Guddu í merarhólfið og Vindur beið inni í hesthúsi á meðan svo að hann færi nú ekki einn útí tittahólfið og lenti ekki aleinn í útreiðinni sem að ný hross fá hjá tittunum:))Næst sóttum við hann Pegasus í merarhólfið því að nú fer að líða að því að merarnar fari að kasta og þá er nú gott að þær séu í ró og næði yfir forvitnum geldingum.Svo sóttum við hann Dauða Rauð Roðason frá Múla uppí stóra hesthús því hann var orðinn fyrir þar útaf nýja folaldinu henni Sóley.Næst var að stilla sér upp fyrir myndatöku og vera við þegar að þessum 3 geldingum yrði blandað saman við tittina og þessa tvo geldinga sem þar voru með.Þvílíkt stuð á þeim.......jess merar!!!!! Og svo reyndu þeir að máta og máta einsog þeir gátu:))Pegasus þótti mest sexý hesturinn að þeirra mati og fannst honum hann líka fá full mikla athygli á köflum.Enda á að rækta skjótt og aftur skjótt ekki satt:))

Þarna hefði getað komið flott ef að Pegasus hefði verið meri! Þessi ásfangni foli á honum er undan Hálfbróður Þengils frá Kjarri honum Þjark frá Kjarri.

Ég er búin að vera að æsa mig upp í dag að ganga frá bókhaldinu svo að bókarinn fái nú allt saman frá okkur á síðustu stundu einsog venjulega en ég er að verða búin að flokka allt en á eftir að koma því í möppurnar og fara með það í Keflavíkina.Skal það gert í fyrramálið og verð ég afar fegin þegar að það er búið.Það er svo miklu skemmtilegra að vera útivið og sérstaklega þegar að veðrið er svona gott einsog það varð seinnipartinn í dag.

Ég steingleymdi að blogga um eitt sem að ein ung dama verður ánægð með að lesa! Hún Skjóna er að byrja að stálma og þá eru nú ekki margar vikur í folaldið hennar og Hróks!!! Fróðir menn segja að það séu ekki nema 2-4 vikur í köstun eftir að þær stálma.Hvað segið þið??? Og endilega kommenta!!!!!

Ég ætla að skella inn skemmtilegum mynd af deginum í dag í albúm.Það var svo fyndið að sjá þessa litlu og stóru perra hehehehe.Set samt eina enn hér inn af honum Ask Stígandasyni að reyna sig við Dauða-Rauð Roðason.

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 588
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296845
Samtals gestir: 34162
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 17:50:22