Heimasíða Ásgarðs

29.04.2006 21:41

Vorhreingerning og áburði dreift.

Mikið er búið að gerast hér síðustu dagana.26-4 fórum við á Búnaðarfélagsfund og var þetta 20 ára afmæli og matur og alles.Það er alltaf gaman að sjá hina bændurna og heyra hvað þeir eru að bralla á sínum bæjum.Núna er mesta spennan hvernig Æðarvarpið gangi fyrir sig hér á Suðurnesjum því að það á að fara að friða rebba kallinn svo að núna verða menn að girða vel hjá sér og vakta enn betur svæðin sín.Ég varð voðalega spennt að sjá allar þessar myndir sem að Árni Snæbjörnsson Ráðunautur sýndi af Æðarvarpi hjá hinum og þessum bændum víða um land.Ég vildi óska þess að ég hefði meiri tíma til að hlú betur að þessu hjá okkur en við erum með friðlýst Æðarvarp og er ætlunin að reyna að lokka fuglinn inná hjá okkur í rólegheitum næstu árin en þónokkuð af fugli verpir nú þegar hjá okkur:))Allt tekur þetta tíma og mundi ég ætla að maður tali um Æðarvarpið í tugum ára heldur en í árum.

28-4 fengum við hjónin tiltektarkast á jörðinni okkar.Reyndar byrjaði mitt kast innan dyra en ég tók til og ryksugaði einsog vitleysingur.Setti í þvottavél,tók allt útúr fataskápnum og henti því sem að hefur minnkað með árunum(skil ekkert í því hvað fötin mín minnka)! Tók haug af þvotti og braut saman,æddi út og gaf útiganginum í þremur hólfum,gaf stóðhestum og geldingum hér heima,gaf folöldunum og fullorðnum hrossunum sinn skammt eftir að allir höfðu farið út að ærslast á meðan ég tók til í stíunum þeirra,kanínurnar fengu sína gjöf ásamt öndum,hænum,Quail,Fashanar og hænur fengu sitt og síðan gaf ég tíkunum kvöldmatinn sinn.Hebbi var sko ekki síður duglegur en hann byrjaði daginn á að setja dreifarann aftan í traktorinn og bar á Golfvöllinn fyrir Sandgerðingana.Svo kom hann heim og bar á vorbeitina fyrir merarnar sem verða hjá Hrók í sumar.Ég náði honum inn um háltvö leytið í hádegismatinn en svo var hann rokinn út aftur að skipta um dekk undir nágranna okkar honum Júlla í Hofi.Næst sótti hann Gröfu inní Garð og réðist hann á refabúrin á bakvið bú sem að voru svo gróin föst í grasið að vonlaust var að ná þeim öðruvísi upp nema með vél.Það fengu 2 bílar að fjúka með í gáminn sem var kjaftfullur um kvöldið en í staðinn er komið þetta fína port á bakvið fyrir ný "gull"sem ekki má henda:))Við vorum ansi þreytt eftir daginn og skriðum inn að ganga 12 á miðnætti en sem betur fer þá hafði ég fjareldað (nýyrði bóndakonunnar tímalausu) steik í ofninum og ilmurinn tók á móti manni opnum örmum og glorsoltnum munni.Ég ákvað að dekra mmig ærlega eftir daginn og fór í heitt freyðibað með kertaljósum um allt baðið......þvílík sæla:))

Blessaðar endurnar eru nú innilokaðar en ég held að þær séu ekkert óánægðar með það enda aðstaðan hjá þeim alveg til fyrirmyndar myndi ég segja.Við urðum að fækka aðeins í hópnum en núna eru 7 endur og tveir steggir.Og þær eru að skila 7 eggjum á dag og ekki veit ég hvað ég á að gera við öll þessi egg.Þær sula látlaust í litlu tjörninni sinni sem er veðurhlíf af þotuhreyfli nánar tiltekið Douglas DC 8.Við tímdum ekki að splæsa í milljón krónu heita pott fyrir þær hehehe.En þetta dugar þeim vel með sírennsli svo að hún haldist hrein og fín.

Góðir gestir komu í gær en hann Róbert Smith kom ásamt vini sínum Dúa Landmark og skoðuðu þeir öll herlegheitin í húsunum okkar.Hebbi sýndi þeim hrossin og fannst þeim hann Biskup minn stór enda stæðilegur og vel alinn gripur:))Þeir voru að sækja hann Bismark sem er bátur sem að þeir eiga nokkrir saman en stefnan er tekin á Svartfuglaveiðar sem því miður hann Hebbi minn kemst ekki á vegna vinnunnar hér heima.Aldrei tími til að leika sér:(((

Í dag vorum við nú ekki að gera neitt voðalega mikið(miðað við undanfarna daga) en ég afhenti einn stóðhest sem hefur verið hjá mér í vetrarpössun og var eigandinn ánægður með hann og þá er ég ánægð.Hebbi afhenti eitthvað af dóti úr geymslunni og svo var þetta vanalega gefa mat og taka til í stíum.Við komumst inn snemma og var ég búin að elda og alles um áttaleytið og dagurinn búinn að vera alveg yndislegur.Enda veðrið með eindæmum gott hér og maður getur sko ekki kvartað þegar að maður sér grasið bókstaflega kreistast uppúr jörðinn með látum:)) Gleymdi einu sem mér finnst voðalega merkilegt! Ég fann stillingu á vélinni minni sem að ég breytti og núna tekur hún stærri myndir eða öllu heldur í meiri gæðum:)) Þið sjáið líklega muninn á efstu myndinni af fjörunni okkar og hinum tveimur hvað fjörumyndin er miklu skýrari:))Bara flott:))

 

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 565
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296822
Samtals gestir: 34162
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 16:59:43