Heimasíða Ásgarðs

10.04.2006 00:50

Minkurinn náðist!

Góð vinkona mín í Grindavíkinni varð vör við mink í fjárhúsinu sínu um daginn og vorum við Hebbi ekki lengi að drífa okkur af stað og setja upp boga.Ekki leið á löngu þartil að myndarinnar högni lenti í boganum og er hann svo stór og fallegur að við erum að spá í að láta uppstoppa hann.Vanalega sjáum við ekki minkana svona heila og fallega þegar að minkaveiðihundarnir okkar eru búnir að senda þá yfir móðuna miklu.Reynda skeði svolítið skrítið í dag en ég var að sýna frænda mínum minkaveiðihunda sem við höfum selt frá okkur og er ég að sýna honum myndir af tík einni sem að átti heima á Snæfellsnesinu og var að gera það gott bæði í Rjúpu,mink og önd.Það leið ekki nema rétt rúmlega hálftími eftir að ég sýni honum myndina að strákurinn sem átti tíkina hringir í mig í öngum sínum og tilkynnir mér það að bíll hafi keyrt á hana fyrir stundu! Hann var alveg miður sín og enn líklega í sjokki og vildi vita hvort að til væri hvolpur hjá okkur en ég er nýbúin að láta frá mér 3 tíkur undan henni Skvettu minni.Ég lofaði honum því að hann yrði settur á listann yfir væntalega hvolpa undan Buslu en hún á að fá að eiga eitt got með góðum minkaveiðihundi.Nú er bara að finna hund sem að hentar henni en hann verður að vera góður í mink en líka jafnframt barngóður og þægilegur á heimili.Ef þið vitið um Terrierblending sem að hefur þessa kosti endilega látið mig vita.En eitt vil ég ekki hafa í honum en það er Langhundur eða Pulsuhundur,þeir eru oft svo heyrnalausir,strokgjarnir og eiga það til að glefsa í börn.

Ég rakst á skemmtilega mynd á netinu hjá honum Stulla vini okkar og ætla ég að "stela"henni og skella henni hér inná.Alveg er hún brandari en það passar vel við textann það sem við erum með á prjónunum hér en við erum að leggja drög fyrir Reiðskála og er maður sko búinn að byggja hann í huganum og ég er búin að gera ótal mörg trippi reiðfær þar í huganum:))) Og við erum að fara að sækja járnið í hann á næstu dögum en það rak heldur betur upp í hendurnar á okkur:)) Gott að eiga góða vini:)) En hér kemur þessi skemmtilega mynd af okkur hjónunum!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 512
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296769
Samtals gestir: 34152
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 14:15:04