Heimasíða Ásgarðs

12.10.2008 22:53

Lífleg hrossasala og ormahreinsun


Hér lenti dúfa nánast alhvít að lit og linnti hún ekki látum fyrren hún komst inná ganginn til okkar.Hún var særð á baki líklega eftir Smyril eða Fálka.
Þessi ræfill var spakur og og lét taka sig upp en ég setti hana í fuglabúr og gaf henni vatn og mat sem hún þáði en þrátt fyrir umönnunina þá gaf hún upp öndina.
Kannski var einhver að senda okkur skilaboð um að þakka fyrir það að vera líkamlega ósærð,mett og eiga hlýtt athvarf?
Sá sem er heilbrigður á sál og líkama,á ofaní sig og á getur ekki annað en verið hamingjusamur ekki satt?

Í gær voru merarnar og folöldin tekin inn og ormahreinsuð fyrir veturinn.

Dúfa Hróksdóttir að fá skammtinn sinn.(Seld til Swiss)

Það er alltaf gaman að fá að skoða hvern grip fyrir sig svona nálægt og alveg merkilegt hvað ósnertu folöldin eru miklu þægari við mann og næmari við alla meðhöndlun en þau spakari.
Þau spakari hafa kjark til að svara fyrir sig.

Sum folöldin hafa orðið spök við alla umferðina í hagann og sum kannski svolítið mikið spakari en önnur.

Drottning Hróksdóttir.(Seld innanlands)

Enn eina ferðina verð ég að hrósa Hróksbörnunum sem eru mjög meðfærileg upp til hópa.

Drottning Askdóttir.

Þetta gekk allt saman miklu hraðar fyrir sig í ár en Boggi og Eygló sem  hafa undanfarin ár hjálpað okkur við ormahreinsanir og annað skemmtilegt hrossastúss höfðu með sér forláta ormalyfsprautu sem gerði þetta allt miklu auðveldara og fljótlegra emoticon .

Eftir að hafa komið hryssunum og folöldunum aftur á sinn stað fórum við heim en þar beið okkar heilmikil veisla,Lambalæri og alles en ég fjareldaði í (Saladmaster) pottunum góðu á meðan ég var að stússast úti við í hrossunum.

Hver einasta bóndakona (og allar önnum kafnar konur:) þyrftu að eignast Saladmaster græjurnar en td pannan er hrein snilld með hita og tímastillingu sem slekkur á sér og heldur svo matnum heitum þartil maður er búin í verkunum útivið og kemur inn glorhungraður!
Bara snilld!

Það er búin að vera brjáluð sala í hrossum og hef ég verið meira og minna föst við tölvuna þessa vikuna að útbúa saminga og svara pósti í alllar áttir.

Askur frá Hraunsnefi er seldur út til Þýskalands.

Lilja er seld til Hollands.

Feilstjarna er seld til Hollands.

Hávi er seldur til Hollands.

Enn eru fyrirspurnir að hrynja inn og ég sé mig í anda fasta við lyklaborðið næstu dagana.
Ekkert væl eða vol hér á bæ og engin kreppa að læsa klónum í okkur nema þá að ég fái kryppu af veru minni hér við tölvuna emoticon !

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 288
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 295055
Samtals gestir: 33876
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 23:12:35