Heimasíða Ásgarðs

07.10.2008 21:43

Stóðréttir Víðidalstungurétt

Við lögðum af stað norður yfir heiðar snemma síðastliðinn Föstudagsmorgun með Hrók í hestakerrunni.
Ferðinni var heitið í stóðréttir í Víðidalstungurétt en ég var að taka myndir fyrir hann Val vin okkar sem kennir sín hross við Víðihlíð.
Í leiðinni fórum við með Hróksa kallinn á Hóla til hans James í þjálfun og trimm fyrir myndatöku.
Ég veinaði víst og æpti megnið af leiðinni enda hálkan undir Hafnarfjalli skelfileg og bæði bíll og kerra fóru þrisvar að kastast til útum allan veg!

Ég var mikið fegin þegar að við komum að Stórhól en þar átti Hrókur pantaða gistingu yfir nótt hjá þeim heiðurshjónum Maríönnu og Garðari.

Hrókur í vellystingum á Stórhól emoticon .
Hrókur lét nú svo lítið á sér bera þegar að gangahestarnir voru settir í stíur allt í kringum hann að Garðar hélt að Hrókur væri kominn og farinn hehehehehehe.............emoticon .Sá aldrei klárinn enda var hann bara einsog hinir gangnahestarnir þarna í stíunni maulandi tugguna sáttur við sitt.

Allt að fara á kaf í snjó.

Við drifum okkur uppfyrir Kolugilsbæina og þar tók við löng bið eftir stóðinu.

Loksins sáum við hrossin koma en það sást nú ekki mikið fyrir snjó sem kyngdi niður og ekki var auðvelt að taka myndir í þessu veðri en það slapp þó til.

Fyrstu reiðmennirnir sem birtust ullu mér pínku vonbrigðum!
Flestir á lulli (gulli:) héngu í taumunum til að halda jafnvægi og hnakkarnir uppá hálsi á hestunum!
Gat það verið að Húnvetningar væru svona illa ríðandi???
Nei" það gat bara ekki verið!

Enda kom það í ljós að hér voru útlendingar á ferð alls óvanir að mér sýndist (flestallir) en með bros á vör að taka þátt í hrossasmöluninni.

Síðan birtust vaskir menn á flottum gæðingum sem gaman var að sjá og mynda.
Valur á reiðhestinum sínum Silfra með Silfurskottu í taumi.

Ég er að berja saman smá síðu fyrir Val en hún er að komast á koppinn þó fullgerð sé hún ekki.
http://www.123.is/freyshestar/
Öll folöldin frá honum í ár eru seld nema tvö.
Eitthvað er til af veturgömlu og eldra líka sem ég á eftir að setja inn á síðuna.
Hann var með vindótta hryssu í smalinu sem að öllum líkindum er til sölu en það er hún Silfurskotta frá Víðihlíð.
Þægt reiðhross en lítið tamin og viljinn kannski ekki alveg blússandi ennþá.
Þetta er hross sem allir geta riðið, td ef knapinn er algerlega hlutlaus þá stoppar hún bara emoticon .

Laugardagurinn rann upp og þvílík blíða og sól!
Ég myndaði og myndaði allt og ekkert en auðvitað mest þó af hrossum enda komin norður til þess.

Ég verð nú að hrósa Húnvetningum fyrir það hve meðferðin á hrossunum í sundurdrættinum var fagmannleg.
Fáir en vaskir menn og konur voru í almenningnum og gengu hrossin í sundur með prikum sem þeir leiðbeindu þeim inní rétta dilka með.

Þetta var glæsilegt að sjá og mættu aðrir taka þá til fyrirmyndar norðar en ég frétti af barsmíðum og látum í annari rétt þarsem hross fengu að finna fyrir því.

Hross sem lenda illa í átökum í réttum jafna sig sum hver aldrei aftur.
Ég hef fengið til mín í tamingu hross sem voru svo eyrnastygg eftir að hafa verið snúin niður á eyrunum að það var hrikalegt að fá þau til að þýðast mann eftir slíka meðferð og læra að treysta manninum aftur.

En aftur að mönnum og hrossum í Víðidalstungurétt.

Eftir að þónokkur fjöldi hrossa hafði verið "dreginn"í sína rétta dilka var happadrætti en hestfolald var í vinning.

Folaldið sem var í vinning er frá Val og sá heppni sem hreppti hrossið var ungur drengur sem ljómaði í framan þegar að í ljós kom að hann var orðinn eigandi að þessu flotta brúnsokkótta folaldi!

Auðvitað var hryssan og happadrættisfolaldið látið sýna sig í nokkra hringi og má stráksi vera stoltur af emoticon .


Happadráttur frá Víðihlíð?

Síðar var uppboð haldið á nokkurm hrossum og boðið var í hægri vinstri en allt ætlaði um koll að keyra þegar að folald undan Hóf frá Varmalæk og Kilju frá Steinnesi mætti í almenninginn.

Flotta uppboðsfolaldið.

Mér varð orða vant þegar að það var slegið á 1.4 millur!
Hvað er fólk svo að rausa um kreppu!!!
Já"kreppa my ass!

Ég myndaði í gríð og erg en einn dilkur fannst mér bera af hvað varðaði stærð á hrossum!
Seinna áttaði ég mig á því að þetta var dilkurinn hennar Maríönnu á Stórhól en Maríanna var búin að segja mér að hrossin væru stór en mér datt nú ekki í hug svona stór!
Þau hafa einhverntímann fengið að borða.


Ein stórmyndarleg og hátt sett hryssa sem passaði vel uppá folaldið sitt.


Fallega lit Stórhólshryssa.

Ég verð að skella inn linknum á Stórhól en þar eru til sölu gríðalega flott folöld undan Hilmissyni og ég hélt varla vatni yfir þeim mörgum hverjum!
http://www.123.is/storholl/
Allavegana sokkótt og skjótt folöld sem rúlluðu á tölti undir sér með fallegum fótaburði og áberandi skemmtilegum bóghreyfingum.
Ég verð að láta þessa mynd fjúka með en þessi hryssa er BARA töff á litinn!

Skelli svo inn bestu myndunum í kvöld frá Stóðréttunum!
Búin að vinna myndir og opna fyrir aðgang að albúminu!!
http://album.123.is/?aid=119546

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297265
Samtals gestir: 34225
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 19:54:57