Heimasíða Ásgarðs

26.03.2007 02:00

Stolt af stelpunni!

Nú er ég stolt af stelpunni "minni" henni Sigrúnu í Danmörkunni! Hún hringdi í mig um daginn og hafði frá mörgu að segja eins og vanalega því Sigrún mín er altaf eitthvað að bardúsast með hross og skepnur eins og ég.
Nema hvað,hún fór með litlu Miniture hryssuna sína í dóm og tók þetta víst mjög á bæði Sigrúnu og litlu hryssuna en hryssuna þurfti að raka svo hún leit út fyrir að hafa lent í stórbruna!Ekki hár að sjá á skepnunni eftir meðferðina að hennar sögn.Ekki var það allt búið því það þurfti náttúrulega að laga hófa sem sjálfsagt er en svo tók við annað og þá blöskraði henni Sigrúnu minni alveg!
Haldiði ekki að skepnan hafi verið spreyjuð með glimmeri hátt og lágt svo hvein í brúsunum og er aumingjans dýrið enn að jafna sig á hvissinu!
Nú næst var að drífa hana inní sýningarhringinn og dómararnir skoðuðu hana hátt og lágt eins og lög gera ráð fyrir.Næst þurfti aumingja Sigrún að bíða í fleiri fleiri klukkutíma eftir niðurstöðunum.
Svo kom dómurinn! Hryssan fékk prýðisdóm og er komin í einhvern voðalega fínan ræktunarklúbb! Nú má leiða hana undir fínustu og flottustu smáhestana í Danmörkunni og folöldin verða væntalega seld eins og heitar lummur á himinháu verði:)
Innilega til hamingju Sigrún mín með þennan góða árangur!

Fyrir þá sem vita ekki hver Sigrún "mín" er þá var hún hérna hjá mér í nokkur ár með hross og tömdum við og þjálfuðum heilann helling af hrossum saman.Það voru ansi margir sem héldu að hún væri dóttir mín því hún var/er frekar lág vexti þessi elska:)
Sumum blöskraði fífldirfska mín að setja hana á bak ungtrippunum og sleppa lausri! Barninu!!!!!!!!!!!!
Ég lenti eitt sinn í þvílíkum látum við einn og þegar að ég sagði við hann að knapinn á hrossinu væri kominn yfir tvítugt og væri lærður Búfræðingur frá Hvanneyri þá hélt sá kj......og hætti röflinu við mig hehehehehehehehe.....................
Ég verð að fá að segja frá Kókómjólkursögunni sem lifir lengst allra af þeim sögum þegar að aðrir héldu að hún væri litla dóttir mín:)
Þannig var að við Sigrún fórum ríðandi inná Mánagrund með trippadót með okkur og sem oftar þá var gert stopp hjá Friðbirni og Eymundi á kaffistofunni.Þeir buðu okkur auðvitað uppá kaffistofu og þar fékk ég kaffi og útí það (var svo heitt hehehehe:) og svo sneri Friðbjörn sér að Sigrúnu og sagði"hvað má svo bjóða þér vina mín? Kókómjólk eða djús!
Hehehehehehehehe................Sigrún varð voðalega súr á svip því auðvitað vildi hún líka kaffi og útí það hehehehehehehe........en þeir félagar héldu að hún væri 10 ára gömul dóttir mín!
Þeir voru búnir að tala mikið um það hvað hún væri dugleg að fara á hestbak dóttir hennar Ransýjar:))))Og líka á tamningartrippin Hehehehehehehehehehe.Bara fyndið!

Sko þarna sjáið þið hana Sigrúnu "mína":)
Hún ætlar að koma til mín í sumar og temja svolitið.

Þær eru ekkert smá sætar og krúttlegar þarna saman:) Flott hjá þér Sigrún (dóttir:) mín:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 142
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 296229
Samtals gestir: 34080
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 20:26:25