Heimasíða Ásgarðs

03.03.2007 23:50

Folöld tekin undan og rökuð


Þá er búið að gera þennan fína varnargarð niður á bakka hjá okkur.Frábærlega vel unnið hjá gröfumanninum og á hann hrós skilið fyrir.Hann meira að segja gerði sliskju fyrir Æðarfuglinn að labba upp eftir og nú er að vona að Æðarkollurnar verði ánægðar með nýju gönguleiðina sem er búið að gera fyrir þær.Það er alveg merkilega mikið af fugli fyrir neðan hjá okkur og gleðilegt að sjá svona fallega hópa í góða veðrinu.Gott að Wilson Muga er ekki búin að gera útaf við allan fuglinn.

Fíni flotti varnargarðurinn "okkar":) Nú ætti foksandurinn úr fjörunni að stoppa og hætta að flæða yfir beitina á bakkanum og kaffæra allt gras langt frameftir sumri.

Æðarfuglinn farinn að huga að því að koma sér í land svo hann endi ekki allur í olíu! Nei"ætli hann viti nokkuð hvað tvífætlingarinr eru að aðhafast og menga út sjóinn fyrir þeim.Held bara ekki.Vonum bara að fleiri fuglar drepist ekki.


Hebbi fór í Víðdalinn síðastliðinn Föstudag og sótti Rjúpu en tamningunni á henni er lokið í bili.Hún er alþæg,ekki hrædd við neitt og sullast alveg áfram á brokkinu.Töltið er laust en ekki var hreyft við því núna.Fín fótlyfta og mikið framgrip.Hún fer framúr öðrum hestum í reið og mætir óhikað hrossum.Hilmar er hrifinn af henni og mikið hissa á því hve auðveldlega gekk að temja hana.Við erum mjög ánægð með vinnubrögðin á henni og langar helst til að fara með systur hennar til Hilmars líka en drengurinn er umsetinn og verður það líklegast að bíða betri tíma.

Jæja gott fólk,ég þori ekki að pikka mikið meira í bili því að það var verið að breyta vinnslukerfinu á blogginu og allt hverfur af og til sem ég er að pikka! Myndir eru óratíma að koma inn og er ég barasta búin að fá nóg í bili! Ég sem er með svo skemmtilegar myndir af folaldarakstrinum frá í gær! Reyni aftur á morgun:) Og það voru 3 folöld tekin undan í dag og er ein móðirin núna alveg brjál......hneggjar og hneggjar á folaldið sitt útí nóttinni!!!! Best að fara út og kíkja hvort það sé í lagi með greyin svona berrössuð niður í hesthúsi!:)

Næsti dagur áframhald á pikki:)

Það var í lagi með alla niður í hesthúsi og allt í orden eins og sagt er.
Ég ætla að halda áfram að blogga um folaldaraksturinn og vita hvort kerfið er ekki hraðvirkara en í gær.

Fyrst var hún Sif Hróksdóttir rökuð hátt og lágt.Gaman að sjá hve fallega þau koma út í skjónumynstrinu undir.Fyrst er mynd af henni fyrir rakstur:)

Hálfrökuð blessunin.Hún át bara hey á meðan á rakstrinum stóð.Verður góð einn daginn þessi held ég bara.Ef ég passa mig á því að vera ekki að kjassa hana um of,hún er svo rosalega fljót að spekjast!

Alveg orðin berrössuð.............Algjör kjúklingur!

Pálmi að tala við Hebba heyverkandann sinn.Tuggan er bara ágæt að sögn Pálma með móðurmjólkinni en nú er hún ekki lengur til staðar.

Næst var hann Pálmi frá Höfnum tekinn og rakað undan faxi og rönd eftir bakinu.Hann fer svo útí stærra hesthúsið en það er ekki upphitað og þá er nú eins gott að vera ekki berrassaður kjúklingur.Eygló og Boggi afar einbeitt á svip að raka "barnabarnið" sitt:)

Þá var það aðalgellan í hópnum hún Vænting frá Ásgarði (fyrrum Skinfaxa:).Ég varð alveg heilluð af litnum á henni þegar að farið var að raka hana og undir hárunum kom nokkuð skemmtilegt í ljós! Set hér inn myndasyrpu af henni og fleiri orð eru óþörf.

Boggi byrjaður að raka af skvísunni:)

Er maður ekki langflottastur með hringamynstur!!!!!Klikkuð á litinn!!!

Litla gellan berstrípuð.Hún var alveg svakalega stillt og þæg.Merkilegt hvað folöldin eru þæg og róleg á meðan þau eru rökuð þrátt fyrir að hafa bara verið handleikin í ormalyfsgjöf:)



Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 597
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296854
Samtals gestir: 34162
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 18:13:54