Heimasíða Ásgarðs

26.03.2007 23:15

Hrókur kvikmyndastjarna:)

Það var mikið að gera hjá Hrók í dag og svolítið öðruvísi dagur en vanalega hjá honum.Hann var pantaður í kvikmyndatöku en frændi hans Hebba er að gera sveinsstykkið sitt í Kvikmyndaskólanum.
Hann vantaði dökkan hest sem átti að geta staðið kyrr í sjó og hlaupa smá spöl frjáls í fjörunni og svo átti hestuirnn að velta sér.
Ekki mátti vera múll á hestinum og allt átti að vera eins og hann væri frjáls og óháður öllu.
Ég vissi að við gætum stjórnað honum vel með kúlum en mér leist svona og svona á að hann færi að bleyta á sér hófana og hann sem hefur aldrei difið hóf í sjó en þetta var barasta ekkert mál!Smá hnus af sjónum og svo teymdur útí og gefið smá nammi í verðlaun.
Það er sko ekki orðum aukið að hann lætur teyma sig á hestaeyrunum um allt fyrir kúlur:) Eina sem var svolítið erfitt var að fá hann til að standa einann útí sjónum.Hann vildi elta Hebba með kúludallinn alltaf uppúr sjónum aftur hehehehehehehe......
Hebbi var sá eini sem var í stígvélum og kallaði ég til hans að fylla munninn á hestinum af kúlum og fara svo og ég kallaði Hóóóó......og þá stóð klárinn eins og myndastytta nógu lengi fyrir myndaskotið.Mesta furða hvað hann hlýddi þessi elska:) Ég meina Hrókur sko en ekki kallinn hehehehehehehe...........

Komum að vaða Hrókur minn,gaman að sulla soldið.En ekki lengra en stígvélin mín þola!
Hann sá sjálfann sig í vatninu hmmmmm.....flottur hestur þarna niðri!


Er þetta ekki orðið nóg gott fólk! Hvað á ég eiginlega að fara marga hringi fyrir ykkur?

Hér er sjálfur kvikmyndatökumaðurinn Guðmundur Magnússon.Ég er svo heppin að ég fæ eitt eintak af myndinni þegar að búið er að fullgera hana:)
Allt gekk þetta vel nema að eitt var ekki hægt að biðja Hrókinn um að gera.Ekki vildi hann leggjast niður fyrir okkur og velta sér.
En hvað er hægt annað en að vera ánægður með að missa hann ekki frá sér svona lausann útí náttúrunni! Sumir hefðu nú látið sig hverfa um leið og fyrsta tækifæri hefði gefist en nei"ekki Hróksi nammihross.Allt fyrir kúlurnar:)

Eitthvað var stuðið á folöldunum sem eru komin inná Mánagrund til Bogga og Eygló þeim Sif Hróksdóttur og Væntinu Glymsdóttur.
Frétti að Vænting hefði haldið sýningu á Bogga í neðri götunni en hún flaggaði karli um allt rígmontin! Engin smá orka og kraftur í því folaldi hehehehehehehehe.Þegar að Bogga tókst að hemja hana og stoppa til að draga andann þá þusti fólk útúr hverjum kofa að reyna að fá folaldið í sitt hesthús:)Hún vakti víst verðskuldaða hrifningu því það geta ekki öll folöld flaggað svona fallega um með heilann karlmann í eftirdragi!
Það er ekki seinna vænna hjá mér að fara að flagga um með þessi tvö sem eru hér hjá mér í Ásgarðinum því að stutt er í sýningu.
Held barasta að ég hengi þau utaná Hrók og láti hann um að siða þau til minnsta kosti í fyrsta göngutúrnum:) Þau fara ekkert með hann:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 523
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296780
Samtals gestir: 34155
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 15:06:57