Heimasíða Ásgarðs

20.03.2007 21:14

Karlatölt Mána og Árshátið Byssuvinafélagsins

Það voru engin smá átök hjá köllunum á Mángrundinni síðastliðinn Föstudag! Ég hef aldrei séð eins spennandi karlatölt áður og engin smá hross heldur! Hún stóð langt uppfyrir önnur hross hryssan hans Jóa hún Ása frá Keflavík.Þvílik skepna þarna á ferð! Engin smá fótlyfta og kraftur í einu dýri! Það kítlar mann alveg svakalega að fara með eins og eina hryssu undir hann Oríon frá Litla-Bergi sem er faðir hennar og vita hvað skeður:) Alveg synd að þessi hestur fái ekki meiri notkun með þessar fínu einkunnir og orðinn hundgamall blessaður kallinn.

Hvernig skildi afkvæmi hennar og Glampa koma út? Það myndi nú bara bora í nefið á sér held ég!

Boggi og Hervör náðu örðu sæti með mjög örugga sýningu þrátt fyrir mikil læti og harða baráttu í höllinni.Klikkuðu sko ekki á því.Til hamingju Boggi minni.
Mummi stóð sig heldur betur líka á nýju hryssunni sinni henni Ástu frá Herríðarhóli og endaði í 4 sæti.Ekki slæmt hjá Mumma og vini hans honum Birki sem var í þriðja sæti á Ögra frá Akureyri.Því miður þá var cameran orðin batterýlaus og á ég ekki mynd af honum Birki.En til hamingju strákar mínir:)

Búin að borða og best að halda áfram með bloggið:) Mmmmnammi namm.........var að renna niður steiktum Humar í rjómahvítlaukssósu *rop*.Svo er maður hissa á því að vigtaræfilinn stynji þegar að maður stígur á hana:)
En góðir hálsar,við Hebbi minn fengum okkur smá frí frá bústörfunum og renndum austur fyrir fjall um hádegið síðastliðinn Laugardag en hið Íslenska Byssuvinafélag hélt þar annað sinn í röð sína árlegur árshátið á Hótel Geysir á Skeiðunum.Þetta er eina fríið sem ég tek á ári en ég er ekkert mikið fyrir að fara langt að heiman.En það er alltaf gaman að hitta hinar konurnar sem mæta þar með mönnunum sínum.Á meðan þeir halda Aðalfundinn þá fara þær sem vilja annað hvort í nudd eða í heita pottin eða hvorttveggja og síðan söfnust við saman uppá einu af herbergjunum á Hótelinu og fáum okkur snakk og eitthvað gott að drekka *hikk* you know:) En bara pínulítið smá,helst ekki neitt því að næst er komið að skotkeppni kvenna og þar hef ég komið heim með verðlaunapening um hálsinn frá upphafi eða 2 gull 3 silfur og 2 brons.En núna brást mér bogalistin enda orðin pressa á mér að standa mig og svo fór að ég endaði í 7 unda sæti.Sú sem var í fyrsta sæti náttúrulega skaut af þvílíkri nákvæmni að það var ekki fyndið! Enda hafði ég heyrt það að hún væri búin að vera í ísraelska hernum síðastliðin 4 ár og handleikið byssur daglega!! í öðru sæti var hún Helga hans Ödda og stóð hún sig eins og hetja og var með sama skor og Öddi sjálfur en Öddi og Hebbi fengun að spreyta sig eftirá.Frábært hjá henni Helgu,hún átti þetta sko sannarlega skilið! Í þriðja sæti var hún frúin hans Steina Stál en því miður þá er mér algerlega fornumað að muna hvað manneskjan heitir?Þeir höfðu orð á því kallarnir að við værum orðnar óvenjugóðar og hittnar skyttur,ekki minna hittnar en kallarnir barasta:)Við vorum 7-8 sem skutum 30 stig og yfir og þykir það bara nokkuð gott hjá köllunum sem eiga að heita þrælvanir en við konurnar ekki mikið vanar:)

Jóna hans Bóbó að fá leiðbeiningar frá Ödda og Hebba.Það vantaði ekki að þeir eru duglegur að sjá um Skotkeppnina kvenna ár eftir ár þessir tveir:)
Maturinn var ágætur en samt er svínakjöt ekki í miklu uppáhaldi hjá mér og grrrr.....urrrr......það vantaði sultutauið með! Ég bara verð að fá sultu með kjöti,það er algert MÖST! Og grænmeti líka!En það var nást ekkert slíkt með kjötinu.En þetta slapp allt saman vel og hugsaði ég fallega uppá herbergi en þar beið mín harðfiskur og eitt og annað gott í kropinn yfir sjónvarpinu:)
Eftir matinn var happadrætti og þar höfum við Hebbi gert góða hluti undafarin ár en hvað skeði! Ekki einn lítill vinningur???Svona er lífið,stundum blæs á móti,stundum með.
Þá voru það skemmtiatriðin eftir en nokkrar konur voru teknar upp og þar á meðal ég og við áttum að blása í Andaflautur og keppa um hver næði best hljóðunum.Ekki myndi skemma ef við myndum reyna að leika Endurnar líka.Þarna varð ég að standa mig! Nú var að duga eða drepast!Þær flautuðu og flautuðu hinar konurnar og voru eitthvað pínu ragar við að leika önd en þarsem ég á Aliendur þá vissi ég sko alt um það hvernig þær hegðuðu sér:)Svo þegar að röðin kom að mér þá bað ég hana Helgu að beygja sig aðeins niður(vera Mínu önd:) og ég var Andarsteggur og lék þegar að endur eru að ..............do do og salurinn sprakk alveg og ég fékk fullt hús stiga hjá öllum þremur dómurunum og vann með glæsibrag:)
Það var mikið stuð á öllum og entist ég til 3 um nóttina og fór þá uppá herbergi í Harðfiskinn minn en Hebbi varð eftir í þvílíku stuði með vinunum og var ég ekkert að trufla það enda maðurinn kominn langt yfir 18 árið og má bara alveg vera úti alla nóttina:)
Hann skreiddist svo inná herbergið um 6 leytið alveg búinn að fá nóg af skemmtunum:)
Við vöknuðum ekki fyrren um hádegið og skiluðum af okkur herberginu um eittleytið.Hebbi minn afhenti mér bíllyklana og setti líf sitt í mínar hendur yfir hálfófæra Hellisheiðina og við á litlu bíltíkinni með ónýt sumardekk að aftan.Á leiðinni austur þá missti kallinn vald á bílnum í hringtorgi og fórum við heilann hring og lentum sem betur fer ekki á öðrum bílum! Tveir af Byssuvinunum misstu vald á sínum fjallatrukkum á Skeiðunum og enduðu útí móa.
Ég puðaðist þetta í 3ja gír niður að þjóðvegi 1 en þar var aðeins hægt að anda léttar þó að skafrenningurinn hafi verið ansi mikill á köflum.Við stoppuðum í Eden í Hveragerði og fengum okkur að borða og biðum þar í smá stund til að vita hvor ekki rofaði til en veðurguðirnir voru í ham.
Upp Kambana puðaði bíllinn og sáum við bíla hingað og þangað utan vegar.Það var svo dimmt á köflum að ég var við það að stoppa en þorði samt varla að stoppa af ótta við að fá einhvern aftaná okkur.Við sluppum niður Hellisheiðina ósködduð en fyrir aftan okkur varð aftanákeyrsla og slys.Ég varð mikið fegin að komast inná Reykjanesbrautina vel saltaða og tvöfalda með Hebba minn alveg glærann af þynnku (eða var það hræðsla:)
Ég held að það hafi verið einskær heppni að við komumst þetta í þessum litla bíl okkar en þetta er í annað sinn sem ég fer yfir Hellisheiðina lokaða á litlum bíl og langar ekki til að gera það aftur!

Lagsi frá Bár kom aftur í  í Ásgarðinn í gær en hann var í tamningu hjá honum Alla blinda.Þarsem allt þarf að ske með ofurhraða svo stóðhestur nái góðum einkunnum og athygli þá var hann Lagsi kall sendur heim með þeim orðum að hann væri klárhestur og það myndi taka einhvern tíma að fá hann í töltið.En hesturinn er þægur og meðfærilegur og góður að öðru leyti.Hann er til sölu fyrir þá sem hafa áhuga á að ná sér í stóðhest með þennan lit og af ágætis kyni.Endilega hafið samband við mig í þetta netfang herbertp@simnet.is  og gerið tilboð í klárinn.

Dímon frá Neðra-Skarði að heilsa uppá Lagsa vin sinn.


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 686
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296943
Samtals gestir: 34171
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 20:59:40