Heimasíða Ásgarðs

05.02.2011 21:16

Stóðhestar og aðrir hestar í leik


Hrókur og Hrafninn að tuskast í snjónum.

Váli Hróks/Eðju vildi líka vera með.

Loksins fengum við snjó og eru líkur á því að han tolli hér í cirka viku en þá fer að rigna og öll drullan sem er búin að fara í taugarnar á mér birtist aftur.

En á meðan snjórinn er svona fallegur yfir öllu og birtir allt upp þá ætla ég að nota tækifærið og taka myndir af miklum móð.

Appolonía Spalardóttir frá Víðihlíð.

Þessi dama getur teygt sig vel á brokkinu og er hrein unun að horfa á yfirferðina og svifið.

Vilji Astró/Sif sonur frá Ásgarði.

Vilji sýndi strax tölt og brokk þegar að hann fæddist en svo týndist brokkið og notaði hann eingöngu töltið þartil snjóaði um daginn.
Síðan þá er bara brokkað með miklum tilþrifum í snjónum og verður spennandi að vita hvort töltið kemur aftur í ljós á Þriðjudaginn þegar að snjónum rignir í burtu:)


Þrúður Hróks/L-Löpp frá Ásgarði.

Ekkert smá faxprúð daman og ekki orðin tveggja vetra!
Til sölu/for sale

ransy66@gmail.com


Kóngur Fjalladísar/Hróks frá Ásgarði.

Ég tók nú bara ekkert eftir því þegar að ég smellti myndinni af Kónginum að hann var að pissa "perlufesti":)

Von Sylgju/Ögradóttir frá Ásgarði.

Fallega hringaður makkinn á þessari dömu:)

Hvað ætlar þú að gera litla hundspott skín úr augnaráðinu hjá henni þegar að hún lítur á hund lúsina við fætur sér?

Biskup frá Gíslabæ.



Gamli minn í lofköstum undan Súsý og Buslu sem enn heldur að hún geti hjálpað til við hrossin þó hálfblind sé,með 3 og hálfann virka fætur og hálfheyrnalaus:)

Komnir gestir og verð að hætta í bili:)

Taka 3 eða 4...........:)

Rafmagnið er meira að segja búið að fara af í miðri blogg vinnu og ég hélt að talvan mín fína hefði bara dáið en hún lifnaði aftur við:)


Mön frá Litlu Ásgeirsá.

Gamla Mönin verður fyrst til að kasta í vor og er hún orðin vel digur.
Hróksafkvæmi þarna inní bumbunni:)

Nótt Stórstjörnu/Hróksdóttir frá Ásgarði.

Nótt er til sölu/for sale

Gulltoppur Freistingar/Hrókssonur.


Skrautskjóninn á bænum hann Gulltoppur klikkaði í DNA testinu og breytti um föður en það kom í ljós að Hrókur á þennan skjótta strák en ekki Astró.

Ég var nú soldið sár .............emoticon

Eitthvað sagði mér að skutla Hrók í stóðið eftir að Astró fór en Hrókur var með merunum í eina viku en svo fór hann í stóðhestahólfið hér heim og þetta varð útkoman hjá honum.

Hann hefur alltaf átt brún folöld með Freistingu en í þetta skiptið vandaði hann sig alveg extra vel svona til að leggja áheyrslu á að ég sé ekki að fá aðra stóðhesta hingað því hann segist alveg getað opnað fyrir litatúpuna ef hann vill:)

Freisting hefur reyndar aldrei getað fyljast með öðrum stóðhestum en Hrók hvernig sem á því stendur.

Við höfum reynt nokkuð marga stóðhesta en hún var reyndar með legbólgur og var skoluð út og gefið pencillín og eftir það hefur Hrókur komið fyli í hana en enginn annar stóðhestur.

Ætli það sé ekki best að hún fái bara Hróksa framvegis:)

Albúm af hrossunum í Ásgarði 6 Febrúar 2011

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 296057
Samtals gestir: 34047
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 22:17:05