Heimasíða Ásgarðs

06.06.2008 16:01

Stórstjarna og Heilladís kastaðar

Smá blogg á milli hestaferða.Erum að keyra í stóru sveitina (austur:) þeim hrossum sem þar eiga að vera framá haustið í frelsinu.

Ásgarðurinn er að tæmast af hrossum en í staðinn fyllist hér allt af fuglalífi en hjá okkur er Friðlýst Æðarvarp.

Alveg merkilegt hvað fólk er farið að átta sig á því að að hér eigi ekki að æða innfyrir girðingar og ræna og rupla eggjum!

Skildi það vera útaf nýja flotta skliltinu sem var sett hér upp fyrir nokkrum dögum?
Held að það hjálpi alveg svakalega til .

En að hrossunum .

2 Júní.

Stórstjarna Brúnblesadóttir kastaði rauðblesóttu merfolaldi afar háfættu og fallegu undan honum Óðinn frá Ásgarði.

Alltaf gott að fá merfolöld og nú er að krossa fingur og vona að daman verði litförótt einsog pabbinn .

3 Júní

Það kom að því að Heilladísin frá Galtanesi (LM Sokka:) kastaði.

Hún var hjá honum Dímoni Glampasyni síðastliðið sumar og kom heim reyndar í hestalátum og beint í hólf hjá Óðinn Hrókssyni þannig að það gæti orðið faðernismál með þetta flotta hestfolald.

Strengur frá Ásgarði???

Eitthvað segir mér samt að Dímon eigi þennan grip.

Allt kemur þetta samt endanlega í ljós þegar að Dna verður tekið úr því í haust.

Eitthvað var naflastrengurinn lengi að detta en að lokum datt hann af sem betur fer.

Hin hliðin er næstum eins og sokkar á öllum fótum .

Ekki gott að dröslast með svona aukahlut á eftir sér lengi en kannski er hann bara búinn að læra að "draga taum".........hnéhnéhné.

Hrókur í tannröspun hjá Bjögga og yfirhalningu.

Það stóð ekki á honum Björgvin dýralækni að heilbrigðisskoða hann Hrók og fékk klárinn tíma strax og var hesturinn drifinn í spattmyndatöku líka þó svo hann hafi ekki þurft þess vegna aldurs.

Stóðhestar fæddir 1998 og eldri þurfa ekki að fara í spattmyndatöku en Hróksi er einmitt fæddur 1998.

Klárinn flaug í gegnum alla skoðunina og reyndist 100% heilbrigður og spattfrír .

Strax næsta dag hringdi ég inní VÍS og lét tryggja hann í bak og fyrir.

Halló kelling! Á ekki að fara að sleppa mér í dömurnar???

Hann var ekki lítið spenntur að fá að fara í merarnar sínar niður á bakka en hann vissi alveg hvað var að ske þegar að við fórum með hann í heimahesthúsið að draga undan honum skeifurnar.

Ég var ekki minna spennt þegar að ég var að baksa við að ná fjöðrunum á meðan kallinn hélt löpp en hesthúsið var hreinlega yfirfullt af Hunagnsflugum sem hlussuðust þarna allt í kringum okkur!OJJJJJJJJJJ.......barasta!

Ég þurfti að hlaupa nokkrum sinnum út öskrandi vitlaus við verkið og kallinn bara hló að mér!!!
ARRRRRGGGG.......ég er bara skíthrædd við þær .

Mættur á svæðið og tilkynnti það með ógurlegum hávaða!

Dömurnar alveg slefuðu og tvær slógust um hann og tók það hann dágóðann tíma að ákveða hvor ætti að fá hann fyrst .
Pamela náði að vera fyrst og var mjög sátt með dr.......inn .

Farin aftur í hestaflutninga.
Sjáumst dúllurnar mínar!

Smá viðbót!
Eftir mikla útreikninga hjá mér og Sigurði Dæmon grúppgæja
þá er það víst að Dímon kallinn á þetta flotta hestfolald með henni Heilladís.
Sigurður hallast mest að því að Heilladís þyki bara svo gott að fá í kroppinn að hún hafi ekki getað stoppað þegar að heim kom aftur í Ásgarðinn og notið ásta líka með honum Óðni kallinum.
Þetta er víst ekki óalgengt að hryssur gangi aftur þó þær séu fengnar .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 555
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296812
Samtals gestir: 34160
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 16:35:06