Heimasíða Ásgarðs

25.08.2007 01:57

Hestastúss og fleira stúss

Þið eruð alveg frábær gott fólk:)50 comment og ekkert minna!Nú er best að drífa sig í að blogga um það sem liðið er elskurnar mínar:)
Og Stella vann ókeypis "tour" í Ásdýragarðinn með fjölskylduna!!!

Loki Dímonarson frá Ásgarði.Sá hefur haft það gott í Útverkum í sumar með mömmu sinni.

Við drifum okkur með hestakerru austur í Útverk fyrir rúmri viku að sækja hana Sokkudís,Loka og Tinnu en þau voru í girðingu hjá honum Stæl frá Neðra-Seli.
Sabine átti réttinn á því að halda henni Sokkudís í ár og nú verður spennandi að sjá hvað hún fær næsta vor.
Með í kerrunni voru Hringur en hann var að fara í söluskoðun til Sigga Matt og hún Vordís mín Brúnblesadóttir fór í smá tamningu til hans Hilmars í Víðidalinn. Óðinn Hróksson var svo hafður innstur en hann var að eignast nýjann eiganda hana Monu á Selfossi.Innilega til hamingju með folann Mona mín.
Óðinn fékk nýtt nafn hjá henni og heitir núna Fenrir en það er eitt af nöfnunum úr Goðafræðinni.

Fenrir var hinn ánægðasti með nýja fína hesthúsið og alveg pollrólegur yfir þessu öllu saman.
Allt gekk þetta vel fyrir sig og alir komust heilu og höldnum á áfangastað.
Ég var að sjá hann Loka Sokkudísar/Dímonarson í fyrsta sinn með berum augum og leist mér alveg svakalega vel á gripinn.Fallegar línur í piltinum og geðslagið alveg til fyrirmyndar.Hann var að fara á hestakerru í fyrsta sinn og komst heill alla leið í hagann til hennar Heklu og þar  verða Sokkadís og Loki í góðu yfirlæti framá haustið.
Ég er mikið spennt að mæta í haust á folaldasýninguna í Ölfushöll en þar verður Loki Dímonarson sýndur og ætlar "amma" í Ásgarði að mæta með heilt klapplið.
Það er svo margt sem hefur skeð síðan ég bloggaði síðast að ég hreinlega man ekki allt!
EN ég man hvað ég gerði í gær/fyrradag:)

Sígrúnar-Rauðka með síða faxið:)
Þá fór ég og Eygló með hana Sigrúnar-Rauðku í bæinn til Krissu og Gunna en hún er að fara til Danmerkur eftir fáeina daga.
Það var gaman eins og altaf að koma í hesthúsið hjá Krissu en það var stappfullt af hrossum sem eru að fara út.
Næst kíktum við Eygló til Sigga Matt í smá spjall en þar er hann Hringur kallinn minn í smá prófun hjá ungri dömu.

Enn eitt hesthúsið áttum við eftir að kíkja í en þar eru þær Vordís Brúnblesadóttir og Vænting Hróksdóttir í tamningu.
Það var gaman heyra kumrið í henni Vordísi þegar að ég talaði til hennar:)Eitthvað kannaðist hún við kerlinguna sína.
Auðvitað fengum við að sjá dömurnar í reið en Vænting er búin að vera hjá Hilmari í 2 1/2 viku og ekkert mál að ríða henni um Víðidalinn og ég var ánægð með að heyra það hjá tamningarmanninum að það væri ekki til sjónhræðsla hjá henni eða neitt slíkt.Enn eitt Hróksafkvæmið með traustar taugar:)

Það gjörsamlega helliringdi á þau þegar að þau riðu úr hlaði en merin lét það ekki á sig fá og brokkaði þetta áfram og einungis var henni riðið með tauminn í nasamúlnum.nú var "amma" montin og reyndi ég að fá kallinn í hestakaup þegar að heim kom en það kom bara þvert nei" hjá kalli!? Enda er Vænting undan uppáhalds hryssunni hans henni Toppu Náttfaradóttur og er þetta líklega síðasta afkvæmið undan þeirri gömlu.

Næst var lagt á hana Vordísi Brúnblesadóttur og keyrðum við með henni og tókum myndir í gríð og erg ég og Eygló.
Alveg var ég handviss um það að hann Brúnblesi gamli myndi gefa mér í það minnsta eitt stykki draumahross fyrir alla,frábær í allri umgengni,taugasterk með afbrigðum,léttviljug og stáltaugar í hryssunni.Eina sem er svolítill mínus er að hún er ein af þeim hrossum sem maður verður að passa uppá að hún "óhreinki"ekki töltið með skeiði.Tamningarmaðurinn hafði á orði að það væri alveg sama hvað framundan væri sjónhræðsla væri ekki til í hennar huga.

Þarna er ég aftur komin með flott hross undir rassgatið á mér fyrir tamningarnar en ég hef verið alveg gjörsamlega fótalaus eftir að Skjóna mín datt út sem þolir allt áreiti sem getur komið þegar að unnið er með hrætt tamningartrippi.Bara snilld!
Eftir bæjarferðina varð ég náttúrulega að kíkja á nýjasta meðliminn í stóðinu hjá Bogga og Eygló.
Pamela var nefnilega loksins köstuð en merin er með eindæmum nákvæm í þessu og lætur engann segja sér það að vera að færa sig fram.Hún ætla sko að koma með folöldin sín í Ágúst og ekkert múður gott fólk.Í fyrra kastaði hún 20 Ágúst en núna flýtti hún sér um einn dag og kastaði 19 Ágúst:) Bæði skiptin var Sunnudagur og hana nú,svona vill Pamela hafa þetta:)

En af folaldinu er það að segja að þetta er algjört krútt (hvaða folald er ekki krútt:) En einn enn Dímonarsonurinn er kominn í heiminn og þessi er vindóttur með stóra stjörnu í enni og eina litla í snoppunni.Til hamingju með
gripinn kæru vinir.
Af okkar folöldum er það að segja að þau blása út og stækka og stækka.Ég setti 4 merar með folöldum upp fyrir veg í dag og grunar mig að einhver fái rennikúk á morgun því auðvitað byrjuðu þau öll að éta í sig áborna grasið sem er iðagrænt hingað og þangað um hagann.

Hefring Hróksdóttir er algjört montprik og nú hefur konan ekki gefið sig fram sem bað um litförótt og ákvað ég að eiga þessa dömu og láta temja hana með tíð og tíma og hver veit nema að maður sé með fallegan ræktunargrip þarna?

Embla Hróksdóttir fósturdóttir Sigga og Dímonar er að verða dökkjörp en ekki korgjörp eins og ég óttaðist um á tímabili.Hún er nákvæmlega eins og faðir sinn á litinn þegar að ég sótti hann 6 mánaða gamlann inní Reykjavík og keyptur óséður og varð ég að marghringja í ræktandann og fá leiðbeiningar um hvort folaldið ég átti að taka því hann Hrókur leit út fyrir að vera "bara" brúnn þegar að hann var folald:)
Eitt finnst mér alveg svakalega fyndið en það er að Embla og Sleipnir sem eru undan tveimur brúnsokkótum merum eru stöðugt að ruglast á mæðrum sínum og fylgja oft "vitlausri" móður eftir hehehehehehehe...........svo verða þau eins og asnar þegar að þær eru að hnibba í þau og reyna að koma þeim í skilning um það á kurteisann hátt að þau séu að fara mömmuvilt.Segiði svo að hross sjái ekki liti!

Þetta folald sem einhver nefndi því fallega nafni  Kvöldroða þykir afskaplega gaman að vera með alskonar kúnstir við okkur mannfólkið.Þarna tókst honum að ná húfunni af kallinum hehehehehe..............

Ussssss................nú verður hann Biskup minn alveg brjál.....þegar að hann sér þessa mynd af sér komna á netið!
Hvernig á maður annars að geta litið öðruvísi út þegar að maður er látinn inní blómagarðinn að bíta gras og til að taka til í beðunum?



Smá viðbót og það um annarskonar fák eða mótorfák.Þessi gamli laglegi húsbíll er til sölu og er glænýskoðaður ef einhver hefur áhuga.Kolla og Addi systir og mágur Hebba ætla að selja hann og óska eftir tilboði í kaggann.Þið getið sent fyrirspurnir til okkar á netfangið herbertp@simnet.is og ég get sent fleiri myndir ef óskað er og komið ykkur í samband við þau.

Hér er nú reyndar rullan sem ég sendi á Húsbílar.is

Til sölu Ford Econoline 1984
Svefnpláss fyrir
tvo,Gaseldavél,Ískápur,Gasmiðstöð,gasskynjari,sólarrafhlaða,ferða WC.Bíllinn
er nýskoðaður 22 ágúst 2007 og fékk fulla skoðun.
Nánari upplýsingar í síma 422-7918 Gsm 690-1904 Kolbrún.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 249
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 299338
Samtals gestir: 34510
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 22:20:44