Heimasíða Ásgarðs

10.08.2006 23:59

Svona ætla ég að verða!

Þegar að ég verð minni(vonandi grennist ég einhverntímann)og eldri þá ætla ég að vera eins eldhress og konurnar tvær sem komu til mín í kvöld að versla sér kanínur og hænur.Það var svoooooo gaman hjá þeim í kanínubúinu og voru þær einsog börn í dótabúð enda ýmislegt að skoða hérna í Ásgarðinum hjá okkur.Litla-Löpp kanína var versluð og pöruð í leiðinni svo hún verði nú ekki kanína einsömul en reyndar fór með henni mjög fallegur ungur Högni undan Sauðnesvita kanínu.Kanínusalurinn nötraði af hormónum og paraði ég Skutlu með Sæla frá Sauðanesvita og á morgun verð ég að halda áfram að para svo að eitthvað verði til af kynbótadýrum fyrir næsta vor.

Tinna kom í kvöld og lagði á Biskupinn sem fór í feita fýlu einsog hún kallaði það en það þýddi ekki að malda í móinn við hana Tinnu og í reiðtúr skildu þau þrátt fyrir leiðindaveður.Það gekk mikið á hjá Biskup feitabollu þegar að hann kom á sýnu yfirferðatölti heim og náði ég varla mynd af þeim þegar að þau komu í hlaðið.

Buslufréttir.

Busla er komin á annað og breiðvirkara pencillín og finnst mér hún vera að braggast eitthvað núna,minnsta kosti er matarlystin að batna.Hún rokkar svona upp og niður og núna er lystin í lagi en hún vill ekki mikið hreyfa sig.Við Busla vorum vakandi framá nótt,hún lá á teppinu sínu fyrir framan svefnherbergisdyrnar og ég uppí rúmi að horfa á Animal Planet þegar að við heyrum skyndilega eitthvað detta á gólfið framí stofu! Ég náttúrulega tímdi ekki að vekja hrjótandi bónda minn heldur ákvað að setja í mig kjark og fram læddist ég og Busla var voðalega skrítin í framan og eyrun upp sperrt! Ég spurði hana lágt"hvað er að ske" og þá sneri hún hausnum að einhverju ógeðslegu krípi sem að silaðist í átt að henni á gólfinu! Þetta var greinilega ekki mús en samt á stærð við mús! Fjórir fætur var á þessu dýri og hlykkjaðist það áfram en það var einsog það væri hálflímt við parketið? Dööööö..........þetta var annar froskurinn sem hafði tekist að hoppa uppúr fiskabúrinu hehehehehe.Ég handsamaði skrípið og skellti honum aftur ofaní búrið og gaf mat og lokaði því betur með glerplötunum.Mig langar ekki til að mæta stærri frosknum á svona næturrölti,þá fengi ég hjartaslag!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 310
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297307
Samtals gestir: 34232
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:47:02