Heimasíða Ásgarðs

14.10.2006 00:22

Púlli geimhundur!

Þetta er hann Púlli minkaveiðihundur með meiru og er líkast því að kauði sé nýkominn frá annari plánetu! Við erum með hann í láni en hann er albróðir hennar Buslu okkar úr sama goti.Þetta er snilldarinnar hundur því hann ekki einungis leitar uppi mink heldur sækir hann í sjó Skarf og kemur með þá að landi fyrir eiganda sinn.Við ætlum að fara á minkaveiðar um helgina ef veður leyfir og förum við þá með Púlla,Töru mömmu hans og Skvettu dóttur Buslu.

Buslufréttir:

Busla er öll að koma til,hætt að finna mikið fyrir verknum í fætinum og farin að veiða Fiskiflugur með mér hérna heima!Hún fer alveg á límingunum þegar að kellingin tekur upp spaðann og slæ ég flugurnar niður til hennar og hún grípur þær og jóðlar þeim uppí sér og hrækir þeim svo út.Sú er montin af þessum veiðum sínum.Annars liggur hún nú bara á teppunum sínum og er að láta sér batna í rólegheitum.Hún fær Pencillín tvisvar á dag og svo er hún á einhverskonar lyfjum frá Hómópata sem eiga að gera henni gott.Það eru allir að leggjast á eitt með að koma tíkinni til hjálpar og meira að segja fólk frá útlöndum er að gera ýmislegt fyrir hana!

Ég var ekkert smá dugleg um daginn,tók til í öllum kanínubúrum sem í eru kanínur og þreif duglega og setti inn nýja hálm hjá öllum.Það er svo gaman að sjá hvað nínurnar verða glaðar að fá inn til sín nýjann hálm,þær þeyta honum um allt búr og skvetta til rassinum einsog beljur að vori:)) Síðan fyllti ég vel af hálmi í allar hestastíurnar og setti svo spænir undir þá líka.Ég nefnilega er komin með 4 hesta inn því að Tangó og Askur voru ekki alveg að geta torgað rúllunni nógu hratt áður en hún fór að skemmast þannig að ég náði í tvö átvögl þeim til aðstoðar við rúllurnar þá Biskup yfirátvagl og Glóa "minn". Samkomulagið er mjög gott útí gerði en fyrst þurfti náttúrulega hann Tangó að kyngreina Biskup og þótti Biskup nóg um hvað hann var marga klukkutíma að átta sig á því að hann væri hestur en ekki hryssa og það hvein og söng í honum gamla mínum hehehehehe.Tangó fannst þetta BARA sniðugt......hann gat látið Biskup syngja hvað eftir annað,bara rétt að snerta hann með snoppunni hehehehehe.Það heyrist hátt í Biskup og halda margir sem hann ekki þekkja að hann sé að ganga frá öðru hestum en sá gamli lyftir ekki löpp eða blakar við öðrum hestum,hann í mesta lagi skellir rassinum í þá og hvín einsog lúður á skipi!

Við erum búin að rústa eldhúsinu og nú skal sko koma því í lag á mettíma! Við byrjuðum í dag að tæta það niður og á morgun á svo að fara að smíða hærri sökkul undir svo að hægt sé að koma fyrir  uppvöskunarvélinni og líka svo það verði vinnalegt fyrir manneskju í venjulegri hæð við borðið.Mikið hlakkar mig til þegar að þetta er búið.

Og svo koma Íris og Sabine á Mánudagskvöldið!!!!!! Ég er að gera herbergið þeirra rosalega flott og næs svo þær njóti sín vel hér og komi aftur og aftur:))

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 165
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297162
Samtals gestir: 34203
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 13:13:31