Heimasíða Ásgarðs

23.10.2006 01:07

Góðar móttökur og fótlyftudagur!

Í gær fórum við á Grænuhól og heimsóttum Gunnar og Krissu. Þar var frábærlega vel tekið á móti okkur. Krissa fór með okkur stelpurnar í safaríferð og sáum við ca. 200 hestastóð. Sabine og Íris náðu frábærlegum myndum. Við fengum líka að sjá stóðhestana á bænum og voru þeir ekkert slor! Eftir kaffi og kökur var farið í hesthúsið þeirra og sáum við væntanlegar kynbótabombur og eigum við eftir að fylgjast vel með þeim í brautinni í vor.

Síðan fórum við í Reiðholt að skoða hrossin þar og ná myndum af Sóley fyrir Corinnu og fjölskyldu. Það var mjög kalt og sólin að setjast.

Næst fórum við á Ægisíðu III að skoða folöldin hans Hróks. Auðvitað var þarna folald sem við féllum fyrir. Við skýrðum hann/hana Aladdín. Aladdín óð yfir þúfurnar á hágengu yfirferðatölti! Hvað erum við búnar að koma okkur í?  .

Eftir að hafa tekið myndir í ískulda fórum við til Huldu á Hellu og var hún fljót að koma hitta í okkur aftur með capuccino.

Í dag 22.10. fórum við stöllurnar að taka fótlyftumyndir í Ásgarðinum. Það var mjög gaman að sprella í folöldunum og hlupu þau um allt skelfingu lostin .

Okkur fannst Skinfaxa flottust . Að öðrum ólöstuðum .

Gamla rörið mitt hann Biskup var alveg viss um að hann væri líka folald og montaði sig alveg ógurlega!!!!!!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 295923
Samtals gestir: 34022
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 10:18:13