Heimasíða Ásgarðs

19.10.2006 23:51

Enn verið að ormahreinsa!

EKKERT smá biluð þessi kelling skín úr augunum á Kóngi Hróksyni og Stórstjörnu Brúnblesadóttur! Enda engin furða þegar að maður tekur uppá því að borða heyið frá skepnunum á þessum síðustu og verstu tímum . Það gekk mun betur að koma inn folöldunum í gær en í fyrradag enda fengu þau núna að skoða hesthúshurðina í rólegheitum á meðan að mannfólkið fór að stússa í öðru. Kóngur var næstum því alveg til fyrirmyndar enda "amma" farin að hrósa honum í hástert og mala um að hann væri nú alveg einsog öll hin Hróksbörnin.Það var og............Maður á aldrei að hrósa fyrirfram,hvað er maður ekki búinn að brenna sig á því oft?Kóngur hélt nú að hann þyrfti ekki að láta  loka sig einsog smákrakka inná tökubás og mýla sig,þaðan skildi hann sko stinga af og með stæl! Það var hoppað og skoppað og prjónað uppum allt.En við Boggi náðum að mýla gæjann og ekkert múður við okkur Bogga sko!

 

Eina folaldið sem ekki kom inn og stóð útí rétt og hló að okkur var hann Heljar en hann hló ekki lengi þegar að Boggi snaraði sér inní réttina með þetta svakalega flotta net sem við strengdum á milli okkar og eftir smá stund þá var allt loft úr kauða og inn hentist hann.Hann fékk sitt ormalyf sá ormur og allar lappir teknar upp.

Þristdóttirin var alveg einsog (umferða:) ljós og gerði allt sem hún var beðin um enda alveg frosin greyið af hræðslu.Hún tók engann séns á að vera með neina vitleysu eða streð,lét bara gera allt við sig mótþróalaust þessi elska.Og á endanum borðaði hún bara heyið sitt og þarmeð var hún bara tamin . Já"hvert á hún Eygló að senda reikninginn fyrir tamningunni á henni Ragga mín? Hehehehehehehehehe...........

Þór Ögrasonur er minnstur í þessum hópi og alveg einstaklega mikil gunga greyið.Lét öllum illum látum í tökubásnum og þóttist geta sloppið við þetta allt saman.En ekki var það nú svo að hann slyppi við allann pakkann,ormalyf,strokur,settur í gúmmíkarlinn og allar fætur teknar upp.Alveg frábært að handleika folöldin svona og sleppa þeim svo.Það munar alveg svakalega um að vera búin að þessari vinnu því næst þegar að þau koma inn stærri og öflugri þá er nú gott að vita til þess að þau eru vel handleikin og eitthvað búin að læra.

Í dag voru svo stóðtittirnir teknir inn og mýldir og ormahreinsaðir.Þeir voru öllu auðveldari viðfangs.Allir voru spreyjaðir og puntaðir fyrir myndatöku svo þeir gljáðu á skrokkinn.Svo voru þeir settir í nýtt hólf og var ætlunin að þeir sýndu okkur fótlyftur og læti en eitthvað gekk það erfiðlega,líklega höfum við verið búnar að svæfa þá með öllu þessu dútli inní hesthúsi!

Hér er einn góður í lokin frá henni Sigrúnu hehehehehe.........

Fjölskyldan sat við matarborðið á sunnudagskvöldi.


"Pabbi, hvað eru margar gerðir af kvenmannsbrjóstum til ?"

Spurði sonurinn allt í einu.
"Þær eru þrjár, sonur sæll.

Þegar að konan er á þrítugsaldri eru
brjóst hennar eins og melónur, kringlótt og stinn.

Á fertugs- og fimmtugsaldrinum
eru þau eins og perur, enn falleg er farin að lafa svolítið.

Þegar að konan er komin yfir fimmtugt þá má líkja brjóstum hennar við
lauka." "Lauka ?" "

Já, þú horfir og þú grætur !"


Smáþögn.


"Mamma, getur þú sagt mér hve margar tegundir ef tippum eru til"

spurði dótturin.

Mamman brosti, leit á eiginmann sinn og sagði:"

Maðurinn gengur í gegnum þrjú stig.

Þegar að hann er á þrítugsaldri er limur hans eins og
eik, öflugur og harður.

Á fertugs- og á fimmtugsaldri er hann eins
og birki, sveigjanlegur en traustur og þegar að hann er kominn yfir
fimmtugt má líkja honum við jólatré!"
" HA, jólatré ?"
" Já hann þornar hratt upp og kúlurnar eru bara til skrauts

 

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 294811
Samtals gestir: 33824
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 02:52:25