Heimasíða Ásgarðs

26.01.2008 23:50

Klikkað veður og ekkert námskeið:(


Hrímfaxi og Flottur á fullri ferð.....

Jæja þá gott fólk..........Ég er eiginlega alveg orðlaus yfir veðrinu sem gekk hér yfir í gær!
Tölur frá Garðskagavita síðustu tvo sólahringa hljóða uppá 20-30-40 metra á sekúndu og í verstu hviðum allt uppí 54 metra!
Og í gær skeði það sem hefur ekki skeð hér í Ásgarðinum fyrr svo ég viti að skepnur sem inni voru fengu ekki matinn sinn .

Við vorum fennt í kaf og náði Hebbi að komast niður í heimahesthúsið og gefa folöldunum þar en útí stóðhesta og kanínuhús komumst við ekki.
Það sást ekki á milli húsa vegna skafrenningas og byls og ekki þorandi að æða útí þetta óveður.

Í morgun komst hann hinsvegar gangandi útí stóðhestahús og allir fengu tugguna sína.Hann náði gröfunni út og byrjaði að moka sköflunum frá húsunum en þeir náðu sumir uppá þak!

Hann var í eina 4 tíma að moka útfrá og hingað heim þartil hægt var að ná bílunum útúr sköflunum hér.

Ég stökk út þegar að ég heyrði að hann var að komast nær og tók myndir í gríð og erg af öllum snjónum og bílunum sem fenntir voru nánast í kaf.

EN ÉG AULINN.......eyddi þeim út af myndavélinni fyrir algjörann klaufahátt.Arg........arg......

Þannig að ég náðu bara myndum af sköflunum þegar að búið var að moka þeim upp í haug:)

Rjúpa Hróksdóttir vinkona mín.Sótrauð/litförótt.

Ég fékk mér göngutúr útí stóð til að kanna ástandið og var ég nú bara montin með hve vel þau litu út og voru hress eftir öll veðurlætin.

Freisting Sörladóttir (Stykkishólmi) að krafsa eftir heyi.

Hrossin voru að krafsa snjó ofanaf heyinu sem fennt hafði yfir og hef ég aldrei séð fenna yfir hey hjá okkur fyrr hér á Suðurnesjunum.Vanalega fýkur það bara á haf út í rokinu en núna fennti það í kaf:)

Kátína alveg á hvolfi .

Það var soldið fyndið að sjá rassana á hrossunum standa uppúr heyholunum:)

Klökk veðurbarin eftir lætin.


Veðjar Dímonarsonur að fá sér sopa í kuldanum.

Ég er búin að vera að handleika og frumvinna folald sem ég var að vonast til að gæti orðið að hrossi í framtíðinni.Hann er alger gaur og ekki alveg á því að gefa sig að manninum.

Þetta er hann Hrímfaxi sporfallegi sem er nú kominn á válistann hjá mér.Hann er semsagt í stórkostlegri útrýmingar hættu þó fallegur sé.

Ég ætla að gefa honum nokkra daga enn og svo ákveð ég endalega hve örlög hans verða.

Ég nenni ekki að standa í svona til lengdar,koma í hesthúsið og hann spriklar um allt einsog vitleysingur þegar að maður nálgast hann.Svo þegar að hann er kominn í gúmmíkallinn þá dettur hann á dúnalogn.

Þá er hann burstaður í bak og fyrir og hann étur tugguna sína á meðan.

Eftir 5 mínútur þá tryllist hann aftur og tætist um allt og kannast ekkert við það sem honum var kennt 5 mínútum áður.

Svona er þetta búið að ganga dag eftir dag.

Flottur Trymbilssonur frá Víðihlíð.Algjör öðlingur og seldur út til Noregs.

Ég tók annað folald (Flott frá Víðihlíð:) og setti á það múl og batt og burstaði á alla kanta og þetta var ég að gera í fyrsta sinn,sko að bursta það.

Reyndar var það rakað um daginn en þvílíkur munur að umgangast það folald miðað við hann Hrímfaxa kallinn.

Þið heyrið það að ég er orðin gömul og nenni ekki þessu stríði eða er vaxin uppúr því.Nema bæði sé .........

Annaðhvort detta þessi grey á dúnalogn eða ég nenni ekki að eyða tíma í þau.

Við Suðurnesjagellurnar 3 komumst ekki á námskeiðið hjá Sigrúnu Sigurðar aðra helgina í röð.Bara fúlt............þetta er nefnilega gaman og manni langar svo virkilega að standa sig.

Ég er að hugsa um hvort manni verði hleypt kannski inní gömlu höllina á Mánagrundinni í cirka klukkustund til að æfa prógrammið okkar saman svo við drögumst ekki aftur úr.

Veit einhver Mánamaður/kona hvort hægt sé að leigja/lána okkur höllina kannski einu sinni í næstu viku??? Einhver þarna úti sem er í Mána og veit þetta og kíkir hér inn?? Please commenta!!!!

Ég setti inn að gamni 2 vídeó af Hrímfaxa og vini hans Flotti frá Víðihlíð að montast í snjónum í dag.Ég fékk að rölta smá í dag það get ég sko svarið.Folöldin voru ekki alveg á því að koma inn aftur.Ég ætla að setja þau í minna leikhólf á morgun..........
Arg...........það er ekki hægt því það er spáð enn einu kolvitlausa veðrinu á morgun!

Farið varlega í öllum veðurlátunum elskurnar mínar:)

 

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 334
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 294513
Samtals gestir: 33785
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 05:22:56