Heimasíða Ásgarðs

14.01.2008 15:01

Busla aftur í aksjón!

Ég er ekki fyrr búin að blogga um það að Busla sé komin á eftirlaun og annað kemur í ljós.
Við fengum hringingu um að Minkur hefði fundist í Sandgerði og allt fullt af hauslausum Æðarkollum í bæli hans.
Busla sá og heyrði þegar að Hebbi tók byssuna úr skápnum og varð náttúrulega alveg óð að koma með því hún vissi alveg uppá hár hvað var að ske.

Tobba Anna og Busla unnu vel saman á veiðunum.

Nú átti að ná "Ljóta"en það er orðið yfir Mink hér á bæ.
Við fórum með 4 hunda,Buslu,Skvettu dóttur hennar,Tobbu Önnu og Zorró sem er Buslu hvolpur úr síðasta gotinu en nú skildi hann fá að sjá hvernig mamma og stóra systir vinna saman ásamt Tobbu Önnu sem er Parsons Russel Terrier tík sem okkur áskotnaðist fyrir cirka ári síðan.Snilldarinnar tík og lukkast mjög vel í Minkinn.


Busla að hverfa ofaní holuna og Tobba Anna á eftir.

Upp hófst mikill gröftur en Minkurinn var slóttugur og gaf hvorki frá sér hljóð né lykt og rann um allt undir fótum okkar og það var sama hve mikið var grafið hann var alltaf búinn að skjótast lengra og lengra í undirgöngum neðajarðar.

Busla og Skvetta staðsettu hann aftur og aftur með gelti og eftir að við ákváðum að nú væri tímabært að nota ýlu og þá skaust kvikindið út og var þetta heljarinnar högni!

Hebbi náði ekki skoti  á hann fyrst og jörðin gleypti hann aftur og enn var grafið og pikkað og potað.

Enn skaust hann upp og hundarnir alveg að missa sig á eftir honum og eina ferðina en náði hann að skjótast niður á milli steina í gamalli hleðslu.

Ekki vildum við hrófla við henni enda afar flott gerð og búin að standa þarna frá örófi alda.

Ég reyndi að pikka í Minkinn öðru megin frá með járnstaur á meðan hundarnir voru hinumegin alveg brjálaðir og geltu og geltu sem er merki um að Minkurinn sé beint við nefið á þeim.

Enda endaði það með því að Tobba Anna fékk sitt fyrsta bit í nefið og kom út með skaðræðis góli!

Hún var fljót að jafna sig á þessu og hélt áfram að gelta og á endanum gat ég rekið staurinn í Minkinn sem kom þjótandi útúr grjóthleðslunni og loksins kom Hebbi skoti á hann og hundarnir tuskuðu hann ljóta til í dágóða stund og eignuðu sér verkið:)

Busla ætlaði að vera alveg viss um að þessi Minkur væri dauður.

Skvetta er að velta sér uppúr Minkahræinu til að fela hundalyktina svo næsti Minkur átti sig síður á hundalyktinni.

Komin í felugallann jakkkk.........ekki var lyktin góð af henni!

Þarna var allt í fuglshræjum sem hann var búinn að draga að og troðast með í holurnar sínar.

Það sem fer verst í mig hvað varðar Minkinn eru þessi endalausu dráp í dýralífinu sem þjóna litlum sem engum tilgangi.

Minkurinn drepur sér til skemmtunar og safnar í holur sínar mörg hundruð fuglshræjum.

Menn hafa grafið upp í kringum 600 Æðarkollur úr Minkagreni og þá voru þeir bara cirka hálfnaðir með að telja það sem eftir var!

Minkurinn étur ekki nema brota brot af því sem hann drepur og get ég bara ekki vorkennt honum á okkar veiðum.Fyrir mér er hann réttdræpur alstaðar og eru veiðar á honum löglegar allt árið um kring.

Hugur frá Höfnum í góða veðrinu......

Veðrið er búið að vera dýrlegt síðustu dagana.Hrossin hafa náð að leggjast niður útí haganum og legið um allt steinsofandi og gaman að sjá þau njóta sín svona á þurri jörðinni.

Við vinkonurnar af Suðurnesjunum fórum á knapamerkjanámskeiðið inní Víðidalinn til Sigrúnar Sigurðar og skemmtum okkur alveg konunglega og fannst mikið gaman.

Reyndar var kannski ekki mikið gaman að uppgötva hve þollaus maður er á hlaupunum og flugu ýmsar hugsanir um kollinn á okkur á hlaupunum!

Ég hugsaði um fyrst"eiga hestarnir ekki að hlaupa með okkur en við ekki með þá"!

Svo fór ég að verða þreyttari þá kom"afhverju borðaði ég svona mikið um jólin"!

Svo þegar að ég var við það að gefast upp"ég skal ekki verða sú fyrsta sem gefst upp"hehehehehehehehehehehe.............Djö......hafði maður gott af þessu:)

Hrókur er að virka fínt á námskeiðinu og ég himinlifandi með klárinn.Ég þyrfti samt að laga til á honum toppinn (EKKI MEÐ SKÆRUM:) svo hann sjái mig á hlaupunum og sjái hvað ég er að gera og allar bendingarnar hjá mér.Hann verður að geta lesið mig einsog ég hann.

Nóg bull í dag,allt á kafi í snjó og best að fara að galla sig upp og koma sér í verkin.

Smá spurning til ykkar þarna úti!

Er með kaupanda að móálóttu folaldi eða trippi (má kosta:)sem er hátt í blöbbinu og flottur gripur! Eigið þið eitthvað svoleiðis gott fólk??? Það vantar út til útlandanna.
Vinsamlegast hafið samband í netfangið
herbertp@simnet.is

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297299
Samtals gestir: 34231
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:22:14