Heimasíða Ásgarðs

25.01.2008 01:30

Vorfílingur í snjó:)


Gjafadagur í dag og það snjóaði sem aldrei fyrr.

Útigangurinn lítur bara vel út og er hinn hressasti.Ætla samt að fara að gauka að þeim smá Síld sem ég luma á:)
En ég verð að passa mig samt að ofgera ekki því,vegna þess að ansi mörg hrossin hér á bæ eru farin að ganga ískyggilega úr hárum!
Ekki gott mál svona snemma að losa hárin af sér.


Allir að elta traktorinn,þau þekkja hljóðin í honum langar leiðir ...


Þessi dama elskar að elta traktorinn og allar ferðirnar sem hann fer ...

Folöldin bása alveg út en manni er nú farið að hlakka til að taka þau inn og raka og fá að sjá hvað er undir öllum þessum feldi.

Skjóna mín og Toppa Náttfaradóttir að matast í snjókomunni.

Eftir að hafa sinnt útiganginum og hugsað um folöldin í heimahesthúsinu þá fór ég útí stóðhestahús og setti út Hrók og þá bræður Glófaxa og Völustein.Bætti svo við einum geldingi sem er hér í pössun í óákveðinn tíma.

Hrókur tók vel á móti honum eins og hann gerir við öll hross.Völusteinn skoðaði hann og fór svo að reyna að leika við Glófaxa stóra bróður en það var bara ekki viðlit að ná sambandi við hann!

Þessi lyktar öðruvísi!!!!

Hann var alveg niðursokkinn í að stilla upp þessum nýja gestahesti og reyna að fá hann til við sig hehehehehehe......Alveg bara ástfanginn upp fyrir haus hann Glófaxi:)

Daddara da......hér kem ég ...........

Ég elska þig svo mikið.........................

Haltu bara áfram að borða félagi og láttu sem þú sjáir ekki þessa unglingastæla í honum Glófaxa sagði Hrókur kallinn......

Quale egg í hreiðri.

Egg frá Fashænunum eru stærri og einlit.

Það er kominn vorfílingur í okkur hérna í Ásgarðinum.

Fashaninn og Qualinn farinn að verpa á fullu en það var nú ekki ætlunin að láta fasahænurnar fara að verpa svona snemma.

Við kveiktum nefnilega ljós hjá Qualnum svo hann færi að verpa og nær það yfir til fashænanna sem byrjuðu líka að verpa:)Verðum að setja upp eitthvað svo ljósið nái ekki til þeirra því annars verpa þær í allan vetur og stoppa svo bara í vor.Ekki gott mál það.

Krúttlegir ungarnir svona litlir og sjónlausir.

Svo gaut ein Castor Rex læðan óvænt.........eða þannig.Hún hafði verið í búri með karli síðan í sumar og vildi ekki parast við hann en skyndilega tók ég eftir því um daginn að hún var orðin svo afundin við kallinn og það var farið að urra og væla í henni.Það hljóð þekki ég voðalega vel en þá eru læðurnar óléttar og jafnvel stutt í got.
Enda gaut hún 5 fallegum ungum 5 dögum eftir að ég tók hana frá kallinum.
Þangað til næst,farið varlega í hálkunni elskurnar mínar en glerhált er undir snjónum!
 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 539
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296796
Samtals gestir: 34160
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 16:11:52