Heimasíða Ásgarðs

06.10.2010 17:27

Tobba Anna og hvolparnir


6 heilbrigðir hvolpar komu í heiminni síðastliðið kvöld og nótt.

4 rakkar og tvær tíkur.

Hvolparnir eru undan Tobbu Önnu sem við fengum fyrir 4 árum og er þetta hennar fyrsta got.
Toppa Anna er að mestum hluta Parson Russel Terrier og vitum við ósköp lítið um hana annað en að hún er fædd í Skagafirðinum.
Hún hefur reynst vel með okkar hundum á minkaveiðum og er mjög mannelsk.

Faðirinn er hinsvegar hann Púlli sem er albróðir Buslu okkar úr sama goti.

Líklega er þetta síðasta gotið sem kemur frá honum Púlla sem er að nálgast 12 árið en þau eru 3 systkinin sem við vitum um á lífi úr þessu goti og er það þau Busla,Púlli og Dimma hennar Svölu Rúnar í Keflavík.



Nokkrar útgáfur úr sama goti:)

Við eigum von á væntanlegum kaupendum hvað úr hverju því þessir hundar eru mjög skemmtilegir sem heimilihundar og einnig frábærir í mink og meira segja á fuglaveiðar.


Púlli er td frábær minkaveiðihundur,tekur stand á Rjúpu,sækir fugl í sjó og fleiri afrek hef ég heyrt um.

En á bakvið alla góða hunda hvort sem það eru svona Terrierblöndur einsog við erum með þarf ákveðinn en góðann eiganda.

Sumir hundar hafa komið til mín aftur í skólun en Terrierinn er orðlagður fyrir það að geta snúið öllu sér í hag og klifrað uppá toppinn í valdabaráttunni inná heimilinu og þá þarf stundum að skóla þá uppá nýtt.

Stundum tekst það vel og stundum hefur það virkað hér en svo hefur hundurinn farið aftur í saman farið þegar að heim er komið.

Við ráðleggjum öllum sem kaupa hvolp af okkur að byrja á því að fá sér hundabúr sem á að vera bæði griðarstaður fyrir hundinn og einnig til að koma í veg fyrir allskyns vesen sem upp kemur fyrsta árið með hvolp inná heimilinu.

Þegar að hundur er í sínu búri á hann að vera algerlega í friði!
Það á ALDREI að setja hendi innfyrir búrið að óþörfu þarsem hundur er inni.

Ef hvolpur er strax vaninn á búr þá er eftirleikurinn auðveldur og miklu meiri líkur á að fólk gefist hreinlega ekki upp á hvolpinum.

Það er of algengt að fólk sjá hvolpa í hillingum og gleyma því að þeir skíta og míga útum allt,æla lifur og lungu í fína bílinn okkar og ef að bílveiki hrjáir þá ekki þá eru allir takar rifnir af útvarpinu úr bílnum,listar og gúmmíkantar teknir í frumeindir o.s.frv.

Nú tel ég að ég sé algerlega búin að koma í veg fyrir að ég selji einn einasta hvolp hehehehehehe.............:)

Held samt að ég sé búin að koma málum þannig fyrir fólk kannski hugsi sig tvisvar um þegar að það fær þá hugdettu að fá sér sætann lítinn hvolp með risastór sakleysileg augu og lenda svo í því að þurfa að fara með hann í svæfingu eftir margra vikna baráttu við skít,piss og heimilið í rúst.

Hundabúr er algerlega málið og kemur í veg fyrir allskonar leiðinda vesen og svo líður hundunum bara vel í búri þarsem þeir eru stikkfrí eftir leik og amstur dagsins:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 682
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296939
Samtals gestir: 34171
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 20:35:47