Heimasíða Ásgarðs

25.10.2010 15:00

Fjárpælingar í góða veðrinu í gær


Buslan í gær útí góða veðrinu.


Fjólurnar sá sér um allt við dyrnar hjá mér og gaman að fá að hafa þær svona lengi blómstrandi og fínar frameftir haustinu.

Veðrið er búið að leika við okkur í haust og í gær stökk ég út með cameruna til að mynda gibburnar áður en ég tæki hrútana litlu inn og áður en þeir gerðu einhvern óskunda af sér.
Ég fór eins hljóðlega og ég gat svo að þær sæju mig nú ekki og kæmu á harðahlaupum.

Kellingin fundin og brauðrollurnar komnar í ham á harðahlaupum!

Hermínan var fljót að gefast uppá hlaupunum en hún er með nokkur aukakíló í eftirdragi.
Rosaleg budda þessi kind:)

Forks/Sibbu Gibbu börnin.

Forksonur var settur á vigt og vóg hann 47 kg.
Nokkuð gott hjá henni Sibbu Gibbu með sín fyrstu lömb.
Alveg rétt.........!
Sláturyfirlitið er komið og er ég bara sátt við útkomuna á mínum stutta ræktunarferli.

Meðalþyngd:15.56
Fita:6.20
Gerð 8.00

Toppur Sindrason frá Hólabrekku.

Ég fékk þennan líka fallega hrút gefins í haust sem er af eðalkyni að norðan og er hann alveg gráupplagður til að bæta aðeins ræktunina hjá mér og eins get ég notað hann í mörg ár því hann er alveg fjar/óskyldur fénu hér fyrir sunnan.
Gaman að þukla hann og gengur hann um rogginn líkt og hann sé með tunnu í klofinu.
Þvílík læri á gaurnum!

Einu ásetningarnir í ár,Toppur og Forkson.

Geðslagið er einstakt en hann kemur til manns og vill láta klappa sér og kjassa og þá stendur dindillinn þráðbeint uppí loftið hehehehehehe..........:)
Nú er bara að passa sig á því að gera hann ekki frekann með klappi og kjassi og má ég passa uppá hann Hebba minn en hann er alveg ótrúlegur í því að dekra og dekstar kindurnar hér á bæ.

Enda endaði það á því að hann fékk Flanka gamla beint í mjöðmina í frekjukasti yfir því að fatan sem Hebbi var að vatna með var tóm en ekki með brauði eða méli í.

Þar fékk haus að fjúka og eftir það hefur Hebbi minn hamið sig aðeins í kinda dekrinu:)
En bara aðeins:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 243
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 296036
Samtals gestir: 34042
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 20:52:43