Heimasíða Ásgarðs

06.09.2008 23:13

Álfhólar heimsóttir

Ég brá undir mig betri fætinum í dag ásamt Valgerði og Herði og skruppum við til hennar Söru að Álfólum.
Valgerður var eitthvað að hrossabrestast en það getið þið eflaust lesið um á hennar síðu fljótlega .
http://www.123.is/hrauni/

Ég fékk bara að fljóta með því ég er svo afskaplega skemmtileg manneskja að ferðast með .
Ég tala nú ekki um ef minnst er að stoppa í sjoppu! Þá verð ég extra jákvæð og gleðin skín hvert sem á mig er litið .

En aftur að Álfhólum.Við lentum þar rétt uppúr hádegi og auðvitað var Sara úti að temja og fylgdumst við með hvernig hún tantraði ungan fola sem varð einsog bráðið smjer í höndunum á henni.
Lúnkin stúlkan sú.

Dimmir og Sara útí mýri að leika listir sínar.

Eftir tamningarnar og allar hestahvíslanirnar var för okkar heitið útí stóru mýrina en þar var hann Dimmir frá Álfhólum með sínum merum og var hann ekki lengi að koma þjótandi þegar að hann sá að hestakerra var mætt í hólfið hans enda veit kall hvað það þýðir .
Ein daman enn og munaði drenginn ekkert um það enda búinn að standa sig vel í hryssunum í sumar.

Sara þarf ekkert að nota hnakk eða beisli á Dimmi sinn .

Sara snaraði sér á bak Dimmir og þau sýndu okkur nokkrar kúnstir og svo reið hún um hagann á honum beislislaust og berbakt!
Sleffffffffffff.........................mig langar í svona hest!

Sjáið þennan snilling og Söru á Youtube.com hér:



Enda fórum við Hebbi með hana Toppu gömlu Náttfaradóttur undir hann í sumar því okkur langar svo mikið í hest/hryssu með Spænska sporið í genunum .

Toppa er búin að vera hjá Dimmir og var sónuð í gær en það var ekki hægt að segja það alveg með vissu hvort hún var fengin eður ei en hún fær bara að vera áfram hjá honum enda undir hún hag sínum vel á Álfhólum.
Svo vel að sú gamla hljóp bara í burtu þegar að hún sá mannaferðir og heyrði mig kalla!
Hún ætlar sko ekki að missa af öllu þessu grasi hehehehehehe.............Átvagl!!!

Toppa með hana Drottingu Askdóttur.

Á heimleiðinni tók ég eftir því að ég var búin að týna gemsanum mínum!!!
Hmmmmmm....................gott eða vont mál????
Það var alveg ótrúlegur friður búinn að vera fyrir honum en..................ég held að ég verði að fá mér bara nýjann enda sá gamli orðinn nokkurra ára og kannski tímabært að endurnýja.

Þið sem verðið að ná tali af mér hringið þá bara í heimasímann sem er 422-7363 eða í Hebba gsm sem er 896-4763 eða  sendið póst á busla@simnet.is

Þartil næst,farið varlega .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 335
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296592
Samtals gestir: 34137
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 09:15:08