Heimasíða Ásgarðs

31.08.2010 00:31

Heyskap lokið


Þessir tveir(Suddi og Biskup:) sáu um að snyrta rósirnar og stóðu sig með sóma í því.

Við erum búin að vera á kafi í heyskap og erum loksins búin.

Fórum seint af stað vegna þess að þegar að heyskapur átti að hefjast þá fór lega í olnboganum á kallinu og glussaslanga sprakk og kallinn endaði í gifsi og fatla.

Kannski soldið ýkt sagt frá en raunin var að það fór að grafa í olnboganum á kallinum með þessum líka voðalegu afleiðingum að hann var með þvaglegg í æð og þurfi að fara í hjólastól alla leiðina á Sjúkrahúsið í Keflavík tvisvar á dag í allt sumar nærri því!

Kallinn minn hress að keyra heim rúllunum.

Össssss..................Meira bullið í manni alltaf hreint!

Er ekki að koma þessu rétt frá mér en kallinn var lasinn en er batnað:)

Forseti Hróksson í fótsnyrtingu.

Ég tók tittina tvo heim í hesthús fyir cirka hálfum mánuði og fékk hann Jón Steinar til að fara með þeim yfir grundvallar atriði í samskiptum við manninn svo þeir yrðu viðráðanlegir fyrir kellinguna og eins svo að hann Forseti sitji nú stilltur og prúður í flugvélinni þegar að hann fer út til nýrra eigenda.

Nú mega engin ómeðhöndluð hross fara um borð í flugvél og nú verða öll hross tekin skipulega hér á bæ og unnið sérstaklega vel í þeim.

Váli og Forseti voru teknir í tíma og skólun tvo daga í röð og eru útskrifaðir og kunna nú að teymast,lyfta upp fótum og láta mýla sig.

Það er mikill munur að eiga við þá tvo eftir þessa meðhöndlun og hlakkar mig til að halda áfram með þá þarsem frá var horfið.

Sága Hróks orðin ansi sótrauð og flott.

Hér er pestin að grassera í hrossunum í annað sinn og er heldur verri.

Gulltoppur sprelligosi.

Að stríða stóra bróður honum Mímir.............:)

Samt eru þau hress niður í stóði og sprella sem aldrei fyrr á milli þess sem þau snýta sér rækilega útí loftið og þá er nú eins gott að standa ekki nærri þeim.


Ein í lokin af honum Ægi Astró/Stórstjörnusyni.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 296208
Samtals gestir: 34074
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 17:46:52