Heimasíða Ásgarðs

14.08.2010 19:24

Fashanar og hænur til sölu


Dúfnaræktin gengur vel hér á bæ og er eitt parið að koma upp ungum og ekki get ég sagt að þetta sé fallegt ungviði.

Afskaplega ljótir en algjörir boltar og þroskast geysilega vel.

Ungt ástfangið dúfupar:)

Fashanakallarnir eru afar skrautlegir.
Fashanaræktin gengur illa en það er einungis 1 ungi eftir sumarið og núna nennum við þessu ekki lengur enda þolinmæðin ekki mikil hjá okkur hjónum gagnvart fiðurfénaði sem þarf að nánast hafa á milli brjóstanna fyrstu dagana og handmata.

Þó að frúin á bænum sé brjósgóð þá er hún kannski ekki alveg svona brjóstgóð:)
Þannig að nú eru til sölu 6 Fashænur og 4 Fashanakallar.
Þeim fylgir slatti af Mjölormum eða Mjölbjöllum sem verpa eggjum sem verða að ormum sem að er fyrirtaksfæða handa ungunum þegar að þeir eru komnir úr eggi.

Mjölbjöllur að éta kartöflu.
Það er ekkert mál að fá ungana úr eggi en svo er það málið að halda í þeim lífinu.


Ef þú hefur áhuga á að eignast par eða fleiri Fashana þá hafðu samband í netfangið
 ransy66@gmail.com

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 267
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 2545
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 294066
Samtals gestir: 33737
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 18:40:01