Heimasíða Ásgarðs

27.03.2008 00:02

Tár og sviti á námskeiði:)


Reyndu nú að fylgjast með Hrókur minn,við fáum að svitna á eftir.

Það er ekki ofsögum sagt að minn hópur (af hinum ólöstuðum) fylgist vel með því sem kennarinn er að segja í það og það skiptið.

Begga og Suddi að hlusta á með mikilli eftirtekt.Aðalega þó hún Begga .

Það sem Sigrún kennari segir eru nánast lög í okkar eyru og eins gott að fylgjast vel með.

Bara það eitt að teyma hest sér við hlið er ekki jafn einfalt og við vinkonurnar ætluðum í fyrstu ef við ætlum að gera þetta eins og eftir bókinni það er að segja.

Reynum að ganga í takt og vöndum okkar Hrókur minn.
Þarna er helv.................E ið á veggnum!

Auðvitað er maður búinn að teyma hesta á eftir sér fleiri hundruð ef ekki þúsund kílómetra leið síðustu 30 árin og þá annaðhvort gangandi eða á öðrum hesti.En það var nú gert bara samkvæmt því sem eldri og reyndari sögðu manni til og hefur gengið alveg ágætlega.

Eftir bókinni skal það gert í vetur ef maður ætlar að ná verklega prófinu og hana nú!

Já" alveg rétt.............ég fékk niðurstöðuna úr bóklega prófinu um daginn og var bara nokkuð ánægð en ég fékk 8,5.Gott til þess að vita að ég get bætt mig á næsta prófi og lesið betur og reynt að fá örlítið hærra .

Síðasti verklegi tími var sögulegur að því leyti að ég hef að ég held ekki svitnað jafn mikið á ævinni á hestbaki!

Það er alveg með ólíkindum hvað gufaði upp af mér þarna í reiðhöllinni hjá Didda.

Það stóð gufustrókur uppúr hálsmálinu á mér og á endanum var ég hætt að sjá útum gleraugun og varð að losa mig við þau.
Gleraugun fokin og ég orðin einsog Karfi í framan !

Enda var mikið að gera í stjórnstöð,passa lappirnar að þær sneru nú fram(sko á mér:)passa að þumlarnir sneru upp,passa að horfa fram en ekki alltaf niður á hvorn fótinn Hróksi var með á lofti svo ég missti nú ekki taktinn við hann í stígandi ásetu,passa að pota nú písknum ekki í neinn og halda rétt á honum,skipta um pískhönd eftir því uppá hvora hönd var riðið og síðast en ekki síst hlusta á reiðkennarann!

Það var ekki þurr þráður á hvorki mér né Hrók eftir þennan tíma.

Begga alsæl eftir tímann.Svo hvarf hún í gufumökk af mér og Hrók...........Ekkert hefur enn spurst af henni!
Ef þið sjáið hana reika um Víðidalinn með brúnstjörnóttan hest í taumi þá vinsamlegast segið henni að næsti tími sé á Laugardaginn klukkan 11:00.........

Sauðburður er að bresta á hjá okkur og á fyrst kind að bera 10 apríl klukkan.............hehehehehe gotja .

Tóta kind er fyrst og er hún hreinlega að springa greyið.Ég með mín sónaraugu segi að það séu tvö í henni.

Vona bara að þetta gangi allt vel hjá henni en Tóta sá sjálf um það í fyrra að koma sínu lambi ein og óstudd í heiminn.

Það var bara ein kind sem þurfti að hjálpa en það var heimalningurinn hún Hermína ofurbolla sem þurfti hjálp.

Ég er enn að reyna að torga Páskaegginu stóra sem kallinn keypti.Ég er nú alltaf spenntust fyrir innvolsinu í þeim og þá sérstaklega málshættinum.

Reyndar eru þeir orðnir nokkuð skrítnir síðustu árin og er ég pínkulítið fúl að fá ekki þessa gömlu góðu.

Núna fékk ég td málsháttinn "Betra er barmsparað en botnskafið"?

Á þetta að vera málsháttur eða.....................?

Ég veit ég er barmgóð og ekkert þartil sparað en ég er ekki alveg að skilja þetta gott fólk.

Ég er miklu hrifnari af :

 Margur bóndinn dregur dilk á eftir sér

Oft fara bændur út um þúfur.

Oft fýkur í menn sem gera veður útaf öllu.

Blindur er sjónlaus maður.

Betra er að ganga fram af fólki en björgum.

· Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn.

· Léttara er að sóla sig en skó.

· Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.

· Ekki er aðfangadagur án jóla

· Blankur er snauður maður.

· Lengi lifa gamlar hræður.

· Betra er langlífi en harðlífi.

· Sá hlær oft sem víða hlær.

· Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma.

· Rangt er alltaf rangt, það er rétt.

· Margur hefur farið flatt á hálum ís

· Sjaldan er góður matur of oft tugginn.

· Heima er best í hófi.

· Betri eru læti en ranglæti

· Betri er uppgangur en niðurgangur.

· Oft er virtur maður ekki virtur viðlits.

· Enginn veit sína kæfuna fyrr en öll er

· Betra er að standa á eigin fótum en annarra.

· Þegar neyðin er stærst er hjálpin fjærst.

· Oft er grafinn maður dáinn.

· Oft veldur lítill stóll þungum rassi.

· Oft er bankalán ólán í láni.

· Oft eru læknar með lífið í lúkunum.

· Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur.

· Enginn verður óbarinn boxari.

· Oft er dvergurinn í lægð.

· Einsdæmi er að dæmigerðar dæmisögur séu dæmdar dæmalausar.

· Sjaldan fellur gengið langt frá krónunni.

· Illu er best ólokið.

· Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt.

· Ekki dugar að drepast.

· Eitt sinn skal hver fæðast.

· Sjaldan fellur róninn langt frá flöskunni.

· Bændur eru bændum verstir og neytendum líka.

· Eftir höfðinu dansar limurinn.

· Flasa er skalla næst.

· Margur slökkviliðsmaðurinn er eldklár.

· Margur geispar golunni í blankalogni.

· Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.

· Oft eru bílstjórar útkeyrðir.

· Betra er að vera sí-virðulegur en svívirðilegur.

· Margur fer yfir Strikið - í Kaupmannahöfn

· Flestar gleðikonur hafa í sig og á.

· Fiskisagan flýgur en fiskimaðurinn lýgur.

· Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga.

· Betra er að hlaupa í spik en kekki.

· Nakinn er klæðalaus maður.

· Margur miljónamæringurinn á ekki baun í bala - bara peninga.

· Sjaldan eiga fiskar fótum fjör að launa.

· Minkar eru bestu skinn.

· Margur nautabaninn sleppur fyrir horn.

· Betra er að drepa tímann en sjálfan sig.

· Betra er að ná áfanga en að ná fanga.

· Margur leggur "mat" á disk.

· Hungraður maður gerir sér mat úr öllu.

· Betra er að vera eltur en úreltur.

· Oft kemst magur maður í feitt.

· Oft eru lík fremur líkleg.

· Betra er áfengi en áfangi.

· Ei var hátíð fátíð í þátíð.

· Margur boxarinn á undir högg að sækja.

· Betri eru kynórar en tenórar.

· Betra er að sofa hjá en sitja hjá.

· Oft verða slökkviliðsmenn logandi hræddir.

· Til þess eru vítin að skora úr þeim.

· Oft fer bakarinn í köku, ef honum er gefið á snúðinn.

· Auðveldara er að fá leigt í miðbænum en guðanna bænum.

· Oft fara hommar á bak við menn.

· Oft eru dáin hjón lík.

· Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum.

· Betra er að fara á kostum en taugum.

· Greidd skuld, glatað fé.

· Margri nunnu er "ábótavant".

· Margur bílstjórinn ofkeyrir sig.

· Oft hrekkur bruggarinn í kút.

· Margur bridsspilarinn lætur slag standa.

· Oft er lag engu lagi líkt.

· Oft svarar bakarinn snúðugt.

· Betri er utanför en útför.

· Margur fær sig fullsaddan af hungri.

· Það er gömul lumma að heitar lummur seljist eins og heitar lummur.

· Oft eru bílstjórar vel á veg komnir.

· Víða er þvottur brotinn.

· Oft fer presturinn út í aðra sálma.

· Betra er að teyga sopann en teygja lopann

Og hafið það gott þartil næst elskurnarn mínar!

Ps.Takk fyrir myndatökuna Magga mín! 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 301
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 285533
Samtals gestir: 33384
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 15:12:02