Heimasíða Ásgarðs

18.03.2008 16:22

Karlatölt Mána,Hólaferðalag og dna-örmerking


Flottir Mánastrákarnir...............


Föstudagur 14 Mars

Karlatöltið hjá Mána var skemmtilegt og mikið um frambærilega hesta þar á ferð.Ég tala nú ekki um kallana.........

Mín var í höllinni að taka myndir af strákunum okkar og var ég með stærri linsuna sem mér finnst mun skemmtilegri en sú minni.

Samt vont að nota hana í þrengslum en ég var drifin inní miðjuna á höllinni í myndatöku en allt reddaðist þetta nú.

Ég mun í framtíðinni vera með stutta pistla á http://mani.is/.Bara gaman að hafa verið beðin um þetta og ekkert mál:)

Veit nú samt ekki hvernig maður á að bera sig við að pikka sem pistlahöfundur en læt bara vaða og verð líklega ansi blogg "menguð"í þeim aðförum .

Komdu Askur minn í nýja fína hesthúsið.

Þá er Askur kominn norður á Hóla í Hjaltadal.

Þetta var nú meiri sprengurinn ferðlagið á okkur!

Lögðum ekki af stað fyrren á hádegi,stoppuðum oft til að taka olíu sem er orðin hrikalega dýr!

Stoppuðum hjá Malin á Syrða Kolugili og afhentum henni folald sem þangað átti að fara og fengum skemmtilegann rúnt um fjárhúsin hjá henni sem eru hreint út sagt glæsileg!

Rukum svo aftur af stað og tókum meiri olíu á Blöndósi og þar spurðumst við fyrir á bensínstöðinni um styttri leið norður yfir og fengum greinagóða lýsingu á leið yfir einhverja Heiði sem ég skammast mín fyrir að muna ekki hvað heitir en þessi leið átti að vera mun styttri.

EF það hefði ekki verið svona mikil hálka og hálkublettir á leiðinni!

Ég get svo svarið það að ég var farin að gera erfðarskrána í kollinum og á Gsm inn minn!!!!

Úfffffff...........margoft var hægri fóturinn á mér við það að fara í gegnum gólfið þegar að kallinn gaf allt í botn niður hálar brekkurnar og ég sat sveitt og og pikkstíf í framsætinu og æpti og skrækti að fara varlega niður brekkurnar með HESTINN í kerrunni!

Hefði ekkert þýtt fyrir mig að segja með MIG hehehehehehe...........
Alltaf sama röflið í okkur kellingunum þegar að við eru ekki sjálfar við stýrið .

Þykjumst vera svo góðir ökumenn (erum það )

En þá hefði maður fengið það í andlitið hvort við næðum heim fyrir heyskap !

En við komumst niður þessa heiði klakklaust og að Hólum þarsem nýji tamingarmaðurinn hann James Bóas Faulkner(munið þetta nafn gott fólk:) tók vel á móti bæði okkur og hestinum.

Flott nýja stían mín!

Stían hans Asks var vel merkt og full af spónum(köggluðum:)Allt voðalega flott og fínt í þessu líka stóra hesthúsi!

Vóv.......ekkert smá flott hesthús sem VIÐ eigum þarna á Hólum.
                                           
Bara snilld og forréttindi að vera nemandi þarna með allt til alls og 3 reiðhallir!!!

Eftir skemmtilegt kaffispjall við James og kærustuna hans þá var tímabært að drífa sig á náttstað en við ætluðum að fá okkur Hótel herbergi og hafa það næs og eitthvað gott í gogginn,drífa okkur svo snemma á fætur og dóla heim vel hvíld fyrir næsta dag en þá var von á Höllu í Dna og örmerkingar í Ásgarðinum.

EN HVAÐ? Klukkan var ekki nema rétt ríflega 22:00- og þegar að við komum í Varmahlíð þá var bara allt lokað?

Ætluðum að fá okkur eitthvað í gogginn en allir farnir heim að sofa býst ég við.

Nú þá var að fá sér herbergi á Hótel Varmhlíð.

Allt lokað!Miði á hurðinni með símanúmeri og Hebbi hringdi og þá tók við talhólf!

Við ákváðum að bíða ekki eftir því að Herra talhólf þóknaðist að hafa samband við okkur og héldum af stað í Húnvatnssýsluna.

Ég hringdi í þrjá aðila sem við þekktum á leiðinni en enginn svaraði!

Allir farnir að sofa býst ég við.

Enn héldum við áfram för okkar og það var ekki fyrren inní Hafnarfirði sem við komumst á WC og gátum fengið okkur að borða!

Er þetta hægt nú á dögum eða erum við hér fyrir sunnan orðin svo góðu vön að við göngum að því sem sjálfsögðum hlut að þegar að við förum í ferðalag að þá búumst við því að geta fengið okkur eitthvað í gogginn og fleygt okkur niður yfir blánóttina?

Kannski erum við bara orðin óforbetranlega dekruð og kunnum okkur ekki þegar að við bregðum okkur út fyrir þéttbýlið.Kannski.............

En af ferðalaginu er það að segja að við komum aftur heim örmagna eftir að sitja meira og minna í bílnum frá 13:00- á Sunnudeginum til 04:00- á Mánudagsmorgni(nótt:)

Mánudagur 17 Mars.

Við vöknuðum öll í harðsperrum,ég eftir reiðtímann á Laugardagsmorgninum og mikil hlaup þann daginn og eftir að sitja í bílnum norður og suður til baka deginum áður.

Halla var á leiðnni að taka Dna úr folöldunum og örmerkja ásamt einhverju af fullorðunum hrossum.

Ég tættist af stað að kalla heim hrossin úr hólfunum og flokka þau áður en Halla kæmi svo ekki yrði nú mikil bið fyrir hana.

Alltaf leiðinlegt þegar að allt er ekki klárt,maður verður þá svo stressaður.

Það voru ekki nema rétt tæp 20 hross sem voru meðhöndluð í ár miðað við í fyrra þá voru þá eitthvað á fimmta tuginn og mikill hasar.

Veðjar Eðju/Dímonarsonur er orðinn afar hár og flottur strákur.

Folöldin eru væn og stór og enn eru sumar hryssurnar að mjólka þeim.

Gengdu nú "ömmu" og opnaðu munninn drengur!

Gná Skjónu/Hróksdóttir var örmerkt,dna testuð og ormahreinsuð.
Er þetta ég á bakvið að tala í símann!Getur það verið???......

Embla Heilladísar/Hróksdóttir fékk sinn skammt líkt og Gná systir.

Halla að "bora" í nefið á Týr Litlu Lappar/Hrókssyni.Hófarnir eru nefnilega svo stórir að þau þurfa hjálp og þá er nú málið að hringja í hana Höllu sem reddar málunum!
Dö.................hehehehehehe............meira bullið alltaf í manni!

Við fengum góðlegt tiltal frá Höllu vegna of feitra hryssna og nú ætlum við að reyna að flokka þær betur niður og haga gjöfinni í samræmi við það.

Við erum með hólf fyrir þau hross sem þurfa á sérstöku atlæti að halda og annað hólf fyrir "venjulegu" hrossin en það hefur verið þannig í vetur að bæði hólfin hafa fengið sömu ummönnun og fóðrun nema að annað hólfið er með heitt vatn sem rennur úr affalli í kar en hin kalt vatn.

Taka sig betur á,en reyndar fer að styttast í "svelti"tímann á merunum því vorið er á næsta leyti og um leið og fyrstu grænu nálarnar fara að birtast þá svelta þær sig fyrir nálina og fara úr heyinu og grennast þarafleiðandi eitthvað.

Ein leið náttúrunnar til að gera burðinn auðveldari tel ég vera og fá þær í bötun á fengitímanum.

Talandi um vorið!

Tjaldurinn kom í gær með ægilegum hávaða sem hljómaði einsog besta Melódía í mínum eyrum!

Glæsilegt........................Vorið er handan við hornið!

Farin út a vinna,skepnurnar fóðra sig ekki sjálfar!

Tek cameruna með en það komu hingað stórglæsileg og fallega fóðruð folöld á Sunnudeginum og nú skal sko skotið á þau sprella í kindahólfinu!!!

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 296152
Samtals gestir: 34063
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 07:01:20