Heimasíða Ásgarðs

22.03.2008 01:24

Hrókur og nýji vinur hans.....:)


Komdu að leika Hrókur ......

Í gær var nú aldeilis stuð á Hrók og nýja vini hans þegar að ég hleypti þeim út saman.Vinurinn var að koma hingað í smá hvíld en ég held að ég hafi eitthvað miskilið það og líka hann.

Hann var svona sallarólegur blessaður klárinn í stíunni sinni og ákvað ég nú að velja eitthvað rólegt og geðgott út með honum svona í fyrsta skipti á nýjum stað.

Hrókur varð fyrir valinu enda afspyrnu rólegur og gestvænn hestur.

Út fóru þeir og gott betur! Sá nýji sem var svona sallafínn og penn í stíunni sinni tættist af stað með ógnarinnar tilburðum útí stóra leikhólf og rann nú hálfgert æði á folann!

Ég hefði viljað mæta með hann á Ungfolasýninguna í Ölfushöll um helgina ef ég hefði fengið góðan dýralækni til að smella kúlum undir hann aftur!

Hófst nú darraðardans mikill og mátti Hrókur hafa sig allan við að standa í allar fætur en folinn hamaðist alveg sem óður í honum og naut sín í botn.Geggjað stuð á mér með cameruna en það þurfti nú ekki að hotta mikið á þá og alsekki neina hjálp frá henni Súsý litlu.

Svo ruku þeir meðfram girðingunni og alltíeinu var framundan spotti sem hafði fokið á girðinguna og Hrókur sem er ekkert lítið rafmagnshræddur reyndi að bremsa sig niður en það var of seint!

Stökkvum félagi!!!!

Þegar að tveir strákar ólmast svona þá náttúrulega endar það með ósköpum rétt einsog þegar að börn eru að leik.Hróksi fékk spark í sig og kom haltrandi til mín og vildi bara fara inn í stíuna sína.

Í dag var hann miklu betri og var farinn að geta rölt um og notað fótinn miklu meira og er allur á bataleið.Þetta grær áður en hann giftir sig en mér var það brugðið að ég ákvað að nú skildi ég drullast til að koma hestinum í heilbrigðisskoðun og tryggja hann.

Hvað er ég eiginlega að hugsa! Það er víst ekkert svo dýrt að tryggja hross í dag og nú dríf ég mig með klárinn fyrir vorið áður en hann fer í merarnar sínar.Eða fyrr............

 Í dag var frekar rólegur dagur hjá okkur í Ásgarðinum.Við vorum búin að vera svo extra mikið dugleg dagana á undan og nutum veðurblíðunnar í dag og góðra gesta.

Hulda vinkona og hennar fjölskylda kom í dag að kíkja á Felix og auðvitað var farinn rúntur um Ásdýragarðinn með börnin.

Felix með börnin á baki og ég held að klárinn hafi haft lúmskt gaman af þessu barnabrölti svei mér þá .Minnsta kosti stóð hann einsog stytta og ekkert truflaði hann á meðan börnin sátu á honum.

Ransý"gerðirðu Copy/paste af honum Felix mínum???
Hehehehehe........Kóngur Hróks og Felix rugla mann stundum þegar að maður lítur snöggt á þá .

Kindurnar þáðu brauð af börnunum og var Gamla Hrauna duglegust að koma sér að ásamt Karen kind .
Margt var  skoðað og talað um og ég tala nú ekki um allar spurningarnar sem hrundu útúr börnunum og þá sérstaklega drengnum .........

Ein spuringin var "Hvar er hvalurinn"????

Þau fylgjast vel með þessi börn þó þau séu ekki há í loftinu..........bara krúttleg.

Já"af hvalnum er það a segja að hann er horfinn næstum allur og á rölti okkar um daginn var þetta það eina sem við fundum eftir af honum.

Og hvað er þetta og hvaða hlutverki gegnir það gott fólk ????

Seinnipartinn gáfum við í eitt hólfið hjá útiganginum en nú er breytt aðferð við að gefa í það hólf.Í staðinn fyrir að hrossin þar gangi í heyrúllum 6 daga vikunnar og frí einn dag þá er þeim gefin ein rúlla sem við rúllum út svo allir komist að og þau látin klára hana og frí í einn dag.Semsagt minna í einu og oftar.
Sum hrossin ef ekki flest eru of feit og nú verða þau að fara að anda inná milli gjafa í þessu fitubolluhólfi.

Merar með trippum að tína í sig stráin.
Ég er búin að taka eftir því að hrossin eru farin að kroppa talsvert eftir grænum nálum og þá sérstaklega meðfram steinum og í lautum.Þau eru líka alltof dugleg að rífa upp jarðveginn með fótunum og tína í sig rætur sem eru að lifna við! Argggg.............

Hér er svo bóndinn á bænum sem býr til heyið í skepnurnar og gott betur en það.Ég kalla hann stundum gula kallinn þegar að ég er að tala við skepnurnar .Það fer allt á fullt þegar að hann birtist í gula gallanum,kindurnar jarma,hestarnir hneggja,endurnar segja brabrabrabra.......,og frúin á bænum hvað skildi hún segja?
Gerum þetta og gerum hitt og svo sprænist ég um allar jarðir og guli kallinn á eftir og hann lætur allt eftir mér ,þessi elska......
Knús til ykkar allra!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 161
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295237
Samtals gestir: 33914
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 06:57:57