Heimasíða Ásgarðs

27.09.2007 00:39

Hrókur og Suddi komnir heim:)

Í gær var í nógu að snúast hjá okkur.Hebbi vaknaði fyrir allar aldir til að draga bát sem var í Sandgerðishöfn.Hann hafði fest eitthvað í skrúfunni og bráðvantaði einhvern á stórum og sterkum traktor í verkið.
Eftir því sem mér skildist þá átti hann að draga bátinn EFTIR að búið var að hífa hann uppúr höfninni,enn eigum við ekki svo öflugann traktor að hann geti silgt um á honum og dregið báta um öll höf:)

Uppúr hádegi þá drifum við okkur í Borgarfjörðinn að líta á menn og máleysingja.


Skjanni að koma og tala við okkur Gro.Flottur..........

Fyrst komum við í Nýja Bæ en þar gat ég orðið að smá liði og staðið í hliði á meðan folaldshryssur voru flokkaðar frá honum Alvar.Ein af þeim er hún Hylling Brúnblesadóttir með hana Rán Hróksdóttur sem mætti vera stærri eftir sumarið en það eru margir ekki alveg sælir með útkomuna á bæði lömbum og folöldum eftir þetta mikla þurrkasumar.

Ef ég þekki hana rétt sem Hróksafkvæmi þá á eftir að tosast úr henni.


Hebbi og Hylling að knúsa hvort annað .

Gro og Alvar að spá alvarlega í lífinu og tilverunni .

Alvar er ekkert smá geðprúður og vel taminn hestur.Hann minnti mig á Hrókinn minn og þetta er hreint út sagt draumageðslag í þessum hesti.
Þeim mæðgum Hyllingu og Rán var gefið ormalyf og settar í góðann haga.
Einnig tókum við hryssu frá honum Skjanna kallinum sem lítur hreint stórglæsilega út!

Djö......er þetta vígalegur og flottur hestur.

Næst var brunað og Hrókur sóttur.Ekki var stoppað neitt á þeim bænum því það var beðið eftir okkur á þriðja bænum og myrkrið að skella á!
Þar var hann Suddi kallinn í stóði alveg við bæinn.Ekki málið að ná honum og setja múlinn á þann gamla.
Honum leist nú ekki á blikuna þegar að við opnuðum kerruna og ætluðumst til af honum að fara uppá kerru með stóðhesti! Alveg er það merkilegt hvað geldingar og hryssur finna strax á lyktinni að stóðhestur er nærri!É
g ákvað að vera ekkert að troða Sudda uppá kerruna og tók því Hrók niður og lét Hróksa kyngreina Sudda og hann féllst strax á það að þetta væri ekki eitthvað spennandi fyrir hann hehehehehehe..........
Suddi flaug uppá kerruna og Hrókur á eftir og var ég með heynet fullt af heyi fyrir þá að maula á á heimleiðinni.
Við stoppuðum í Borgarnesi enda orðin svöng eftir daginn og var mikil ró í kerrunni á meðan enda báðir hestarnir að slíta hey úr netinu þegar að ég kíkti í kerruna:)
Við komum seint heim og settum hestana inn í hesthús og þar verða þeir þartil veðrið gengur aðeins niður.

Suddi og Hrókur komnir í stíu.Cameran var eitthvað að stríða mér í myrkrinu en læt þessa mynd duga af ferðafélögunum í bili .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59913
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 08:16:30