Heimasíða Ásgarðs

04.09.2007 23:21

Fugladans og fleira


Smá andabull en ekki andaglas .Endurnar eru orðnar stórar og pattaralegar hjá okkur.Þær mega fara að vara sig á frystikistunni en samkvæmt því sem við fengum upplýsingar um um daginn þá er tímabært að slátra þeim í lok Október byrjun Nóvember.
Nú ef einhver vill kaupa fallega og frjáls ræktaða önd þá gerið svo vel að hafa samband í netfangið  Þeim fleiri sem fara á fæti þeim færri þurfum við að reyta .

 [email protected]


Eigum einnig þó nokkuð af Quale fuglum til sölu núna.Þetta eru skemmtilegir fuglar,afskaplega líkir hænum í hegðun og verpa alveg látlaust! Ekkert mál að unga þeim út í útungunarvél og það er alveg ævintýralegt hve hratt þeir vaxa.

Og úr því ég er byrjuð á blogga um fuglana á bænum en ekki hross eins og vanalega þá er það af Fashænunni að frétta og ungum hennar að öll dafna þau vel.Ekki var nú samt ásættanlegt með ungafjölda eftir sumarið en það verður ekki gefist upp hér á bæ.
Við erum að fara að versla okkur fleiri Fashana/hænur og erum rétt að byrja á þessu brölti okkar .

Skelli inn einni mynd af pabba unganna honum Jónasi hinum grimma! Hann er hinn mesti fantur við aðra Fashana og lætur þá vita hvar Davíð keypti ölið ef þeir voga sér nærri hænunum hans.Reyndar er það nýjasta nýtt hjá okkur að gera eins og einn alvanur fashanabóndi sagði mér að gera og það er að klippa aðeins af gogginum og hælsporunum svo þeir skaði ekki hvorn annann og þá á að vera hægt að hafa þá saman í búri.

Aðeins að pína ykkur meira með EKKI hestafréttum .Þið hafði nefnilega gott af því að hvíla ykkur á hrossalestri í nokkra daga enda ekkert merkilegt að frétta á þeim vígstöðvum í augnablikinu.

Ég var svo hrikalega dugleg í dag og tók mig til og tattóveraði 20 kanínuunga og paraði síðustu pörun,einar 5 læður.
Ég er búin að merkja við nokkra unga sem ég hef ákveðið að selja ekki og núna er ég loksins komin aftur á fullt með kanínurnar mínar eftir erfið síðustu ár.Núna er ég komin með frábær dýr til framræktunar.Ég meina enn frábærari!!!! Hehehehehehe.........

Ahhhhhhhh................var að fatta að ég er með sérstakt kanínublogg þarsem þetta á að standa .Er ekki tímabært fyrir mig að fara að lúlla í minn vitlausa haus og hlaða bæði mín batterý og cameru batterýin fyrir morgundaginn en þá verð ég í bænum að taka einhverjar hestamyndir.Var að fá góðar fréttir að henni Væntingu Hróksdóttur sem er farin að stíga töltið hjá tamningarmanninum eftir aðein 4 vikur! 
Hafið það alveg hrikalega gott elskurnar mínar þartil næst .

                                                        

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59913
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 08:16:30