Heimasíða Ásgarðs

13.09.2007 00:00

Tara litla fékk hvíldina sína


Þessi dagur var erfiður.Tara litla tíkin okkar fékk hvíldina eftir 10 ára vist hjá okkur.
Hún kom til okkar 9 mánaða gömul alveg kolvitlaus eftir að hafa komið sér útaf þremur heimilum og er það ekki ofsagt að hún hafi verið erfiður hundur inná heimili.
En eftir dágóða þjálfun og þolinmæði þá tókst okkur að virkja hana sem hinn mesta veiðivarg og varðhund.
Reyndar þurfti lítið að hafa fyrir því að þjálfa hana sem minkaveiðihund því hún tók uppá því sjálf að sækja mink og reka þá í stórum stíl heim og hélt þeim þar í aðhaldi þartil "pabbi" sótti byssuna.
Hún er búin að margskila öllum svitanum og tárunum sem fóru í hana í upphafi og sé ég ekki eftir því að hafa tekið hana að okkur.
Reyndar var hún hundurinn hans Hebba og hún vissi það.
Hebbi var húsbóndinn og byssukallinn og eins gott að vera stillt og prúð svo hún fengi nú að fara með þegar að "pabbi" opnaði byssuskápinn.Þá vældi hún stöðugt utaní honum og vék ekki frá honum svo hún myndi nú ekki missa af neinu.
Hún átti 3 got hjá okkur og allir hvolparnir fengu heimili og sumir hverjir fóru á hvolpanámskeið og var gaman að fá að vita af þeim í 1-2 sætum eftir þau námskeið.
Busla mín er úr fyrsta gotinu og er orðin 8 ára gömul og voru þær mæðgur mjög duglega að vinna saman hvort sem var  á veiðum eða að smala með kellingunni sinni.
Tara var nefnilega algjörlega ómissandi í frumtamningunum en hún tók það að sér óbeðin að elta tamningartrippin sem voru bundin utaná og bíta í hófskeggið á þeim ef þau héngu í.Eins ef trippi var með kergju við að fara úr hesthúsi þá rauk hún í hælana á þeim og eins gat ég sent hana framfyrir trippin í básnum og látið hana narta í framfæturnar á þeim ef ég vildi færa þau til.
Hún var algjör snillingur í því sem hún hafði áhuga á en það var að veiða mýs,mink,smala og verja fyrir okkur bæinn.Þessvegna er nú póstkassinn uppá vegi en ekki dyralúgan notuð eins og hjá flestu fólki.
Tara fékk krabbamein fyrir stuttu og skeði þetta allt mjög hratt hjá henni.Hún fékk að lifa á meðan matarlystin var í lagi en hún var strax sett á sérfæði og á meðan hún hafði gaman af því að tölta þetta með í búverkunum þá þótti okkur í lagi að bíða með það sem koma skildi.Í gær eldaði ég uppáhaldsmatinn hennar og átum við saman Lifrapylsu en í dag vildi hún ekki borða og var orðin ansi slöpp.Þá var ekki um annað að ræða en að leyfa henni að fara.
Mig dreymdi skrítinn draum í fyrri nótt en Tara var í miklu uppáhaldi hjá henni tengdamömmu heitinni og tengdapabba en mig dreymdi þau bæði og ætla ég ekki að fara nánar útí þann draum en að öllum líkindum var tengdamamma að biðja okkur um að veita tíkinni hvíldina löngu.
Hana fékk hún blessunin í dag og hvílir hún á góðum stað rétt hjá Sebastían hennar Röggu vinkonu.
Bless Tara mín þín verður sárt saknað.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59948
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 09:27:29