Heimasíða Ásgarðs

19.09.2007 01:15

Laddi alltaf góður:)

Við fórum um daginn á Ladda showið með Önnu systir og Kidda mág og skemmtum okkur alveg konunglega.Fyrst fórum við reyndar fínt út að borða og auðvitað völdum við bændurnir ég og Hebbi lamb á okkar disk:)Geðveikt gott og gaman:)
Laddi klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og reyndar fékk Laddi hann Hebba til að taka þátt í gríninu með sér alveg óvænt og klappaði fólkið alveg tryllt og hló og hló.
Hebbi fer að taka % fyrir að mæta á fremsta bekk í Borgaraleikhúsinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er látinn taka þátt.Síðast var það í frábærum söngleik sem ég man ekki lengur hvað heitir............eitthvað Stone?

Hér á bæ er vart hægt að slíta mig úr eldhúsinu........Já"ég veit að þetta fer að verða leiðinlegt að lesa til lengdar með þessa potta.Ég er alveg húkt á þeim og er farin að elda í hádeginu og eiga svo tilbúinn mat í pottum fyrir kvöldið og er þetta alveg ótrúlega þægilegt og tímasparandi.Ég gerði Pizzu á rafmagnspönnunni og heppnaðist hún bara frábærlega hjá mér.

Inga frænka meira að segja bakaði súkkulaði(grænmetis:)kökuna um daginn og það gekk ekki lítið á þegar að súkkulaðinu var smurt á kökuna en það var á tímabili vafamál hvort kakan eða mallinn í Ingu hefði vinninginn.Og góð var kakan.

Ég dreif mig á hestbak í kvöld og ekki seinna vænna að prófa hana Vordísi áður en skeifurnar hrindu undan henni.Við fórum í langann og góðann reiðtúr og er ég nokkuð sátt við hryssuna þó margt megi laga.Mikið agalega er hún þæg og góð skepnan.Léttviljug og góð.
EN ég þarf að hreinsa töltið  og næsta járning verður þannig að það hjálpi henni svo hún verði nú ekki svona skeiðborin á því.
Ég setti hana inní hesthús eftir reiðtúrinn enda orðin bullsveitt greyið og fór svo aftur niður eftir í kvöld í myrkrinu og hleypti hrossunum út.

Rosalega var dimmt!
Þetta minnti mig á það þegar að við Sigrún (Danmerkur)vorum að ríða út á veturna og himininn var heiður og við létum hrossin feta áfram og það marraði svo skemmtilega í snjónum undan fótum hrossanna.Svo horfðum við uppí himininn á allar glitrandi stjörnurnar og ef við vorum heppnar þá sáum við stjörnuhrap!
Ég stoppaði niður við hesthús og horfði dágóða stund upp og ég varð eiginlega pínulítið fyrir vonbrigðum!Jú"þarna var allt fullt af stjörnum það vantaði ekki.EN þarna var líka allt fullt af allskonar drasli frá mannskepnunni sem silgdi hraðbyri innanum stjörnurnar og líklegast einhver Rússinn að taka myndir af mér standandi þarna niður við hesthúsið mitt!

Folöldin dafna og stækka og stækka.Og ég er hætt að færa randbeitarþráðinn í bili.Hrossin eru ekki að éta það sem ég er að gefa þeim(rétt það allrabesta:) og þá er mér spurn?Eru þær ekki þá að fá nóg þessar dömur? Ójú"ég ætla bara að anda með nefinu og halda áfram að leyfa þeim að éta grasið sem er að spretta uppí þær þessa dagana.Allt sem var áborið hér í vor er enn í heilmikilli sprettu og þær um það ef þær vilja endilega vera niður á bakka en ekki uppá túni þarsem ég er að færa þráðinn reglulega.Allar flóðmjólka og eru orðnar spikfeitar fyrir veturinn.Ég er farin að geta komið við eitt og eitt folald og eru þau mjög flott í holdum.

Mön að kljást við Ósk.Mön er sótrauð/skjótt/litförótt og hún virðist enn halda fylinu sem Óðinn Hróksson kom í hana en hann er brúnlitföróttur.Mön hefur ekkert gengið upp síðan að hún var hjá honum og nú er bara að krossa fingur og vita hvað skeður.
Þessi hryssa hefur ALLTAF eignast litförótt afkvæmi sem manni finnst nú ansi merkilegt.

Veðjar Dímonarsonur blæs alveg út og er hinn vinalegasti við mann þegar að maður kemur í heimsókn til hans.Honum leiðist það ekki að einhver tali aðeins við hann en allt er gott í hófi þegar að folöld eru annars vegar ekki satt:) Mér finnst ágætt að geta tekið á þeim til að fylgjast með holdafarinu og ekki meir.
Ég steingleymdi að hafa með mér skærin en nú á að klippa lokk úr kauða og senda honum Páli Imsland hestalitasérfræðingi til skoðurnar.Ég er orðin ansi viss um að Veðjar sé ekki "bara"vindóttur heldur grunar mig að hann sé líka litföróttur.

Eða hvað sýnist ykkur???? Ef þetta væri feldur á kanínu þá yrði hann kallaður Chincilla.Þær eru silfurgráar að lit.


 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 335
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296592
Samtals gestir: 34137
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 09:15:08