Heimasíða Ásgarðs

09.02.2013 23:49

Folaldasýning hjá Andvara



Ég skellti mér á folaldasýninguna hjá Andvara en þangað hafði ég einu sinni áður komið fyrir nokkrum árum og var fyrirkomulagið öðruvísi þá og gerð braut fyrir folöldin með snúrum þannig að þau fóru í 3-4 hringi í höllinni í staðinn fyrir að streða alltaf að hinum folöldunum í aðhaldinu sem biðu.


Ég missti af fyrstu 4 folöldunum en hugsaði mér nú gott til glóðarinnar því að folaldasýningin átti að vera frá 15:00-18:00.Eða það var auglýst á síðunni hjá þeim.

Skráð folöld voru cirka 30 stykki og mikið hlakkaði mig til.

En það datt nú alveg af mér andlitið þegar að folöldin runnu inn eitt og eitt og var þeim flestum gefinn ansi naumur tími og engar uppstillingar fyrir byggingardóm.

Nokkur folöld náðu að stoppa í naumar 45 sekúndur í salnum!

Þetta var hvorki áhorfendavænt eða boðlegt fyrir eigendur folaldanna sem sumir hverjir höfðu tekið sér frí úr vinnu og eða jafnvel komið langar leiðir keyrandi með gripi sína.

Það er algert lágmark að folald fái sinn tíma fyrir framan dómara þegar að eigendur eru búnir að greiða fyrir dóm og umsögn og að áhorfendur fái líka einhverja skemmtun útúr þessu.

Klukkan var rétt orðin 16:20 þegar að allt var búið,verðlaunafhending og ég komin útí bíl!

Það tók ekki nema rúma klukkustund að renna þessum cirka 30 folöldum í gegn á hraðferð með verðlaunaafhendingunni.

Segjum að hún hafi kannski tekið 20 mínútur (mikið bras við að ná þeim úr stíunum),þá hafa folöldin og eigendur þeirra fengið 2 mínútur hvert til að koma sér útúr stíununum og sýna sig en það tók stundum meiri tíma að ná þeim út en þann tíma sem þau fengu að spranga um salinn.

Það hefði mátt mín vegna gera þetta betur og gefa bæði sýnendum og áhorfendum eitthvað meira fyrir að mæta á staðinn.

Ég kom alla leið frá Suðurnesjum til að berja augum glæsta gripi og ég hefði alveg viljað eyða lengri tíma í að dáðst að gripunum en þau voru mörg hve ansi falleg þarna.
Ég vil óska öllum til hamingju með folöldin sín:)

Líklega er sú sem þetta ritar orðin of góðu vön því mikið er lagt uppúr sýningum hér á Suðurnesjunum og mikið kapp lagt í að hafa þær ekki síður fyrir áhorfendur en keppendur.

Í bakaleiðinni heim þá kíkti ég á hann Vála minn en hann er á leiðinni að verða að reiðhesti og fékk góða umsögn hjá tamningarkonunni sem er með hann.
Hann hefur aldrei hrekkt hvorki hnakk né knapa og ekki sett einu sinni upp kryppu.
Rúllar á brokki og töltir ef hann er beðinn um það og þegar að þetta er orðið erfitt þá fer hann á valhoppið.
Hann hefði eflaust getað orðið góður reiðhestur í den fyrir ljósmóður,mjúkur á öllum gangi og velur valhoppið þegar að hann þreytist.
Þegar að heim kom þá dreif ég mig í drullugallann og beint niður í hesthús,kallaði á Hrók úr rúllunni með tittina tvo en þeir áttu að fara uppí stóðhestahús í rúmgóðar stíur og hjálpa kindunum að éta hraðar rúllurnar þar.
Ég skellti múl á Hrók og hentist inní bíl og teymdi hann af stað á bílnum og tittirnir voru ekki lengi að skvettast af stað á eftir Hróksa.
 Þegar að ég var komin uppá veg þá æstust leikar og Spænir þandi sig sem mest hann mátti við hliðina á Hrók og var einsog bundinn utaná hann á harða brokki.
Mikið var gaman að sjá þá svona káta og spennta veturgömlu sprellana og inn runnu þeir og í stíurnar sínar.
Mér sýnist að Spænir ætli að verða ansi viljasprækur og Máni ætlar að verða einsog mamma sín og pabbi en þau voru í rólegri kantinum en svo óx viljinn jafnt og þétt eftir því sem þau tömdust.

Ég reyndi að ná góðri mynd af sprellunum í myrkrinu og varð að plata þá út með hausana með heyi í hjólbörum og þessi mynd var skárst af þeim bestu vinunum:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 179
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 295972
Samtals gestir: 34029
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 12:54:49