Heimasíða Ásgarðs

06.02.2013 01:20

Fósturtalning í fjárhúsinu


Brynja Beauty með þrílembingana sína í fyrravor.

Gunnar frá Sandfellshaga kom að fósturtelja hjá okkur og bað ég hann um að stilla tækið aðeins betur en hann gerði í fyrra en af 18 kindum sem haldið var þá voru 6 þrílembur.Það er ágætt að hafa þær bara flestar tvílembdar því að meðalvigtin dettur niður hjá manni í fjárhúsinu með svona margar þrílembur en aftur á móti skilar hver kind kannski fleiri kílóum eftir sumarið heldur en hún hefði verið tvílembd.Meðalvigtin var tæp 15 kg í haust og er það svosem ásættanlegt en við girtum upp stórt heimahólf og höfðum þrílemburnar heimavið á sérábornu túni með úthaga í bland.Allt gert fyrir þessar elskur sem eru í frjósamara lagi hér á bæ.
En að talningunni í ár,Gunnar spýtti bara í og réði ég ekkert við hann á fósturteljaranum.

Svona er þetta hjá okkur núna:

Engin geld
Engin einlemba
9 tvílembur
6 þrílembur ( 1 af þeim kannski fjórlembd).



Heildarfjöldi fósturvísa: 36
Heildarfjöldi dauðra fósturvísa: 0

Ær Fjöldi Dauðir Dagsetning Áætl.burðd. Faðir Athugasemd
04-007 Bondína 3
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
07-001 Brynja Beauty 3
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
08-001 Sibba Gibba 3
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
08-002 Kráka 3
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
09-003 Evra 3
03.02.2013 03.05.2013 10-516 Toppur Ber snemma
09-004 Rifa 3
03.02.2013 03.05.2013 10-516 Toppur Ber snemma
09-007 Fröken Óþolinmóð 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
06-001 Hermína 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber seint
09-002 Gullhyrna 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
11-028 Kría 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
11-017 Mjólkurhyrna 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
11-011 Heba 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
07-003 Forysta 2
03.02.2013 03.05.2013 10-516 Toppur Ber seint
09-001 Gráhyrna 2
03.02.2013 03.05.2013 10-516 Toppur Ber snemma
09-008 Gata 2
03.02.2013 03.05.2013 10-516 Toppur Ber snemma

5 af þessum 6 þrílembum voru einnig þrílembdar í fyrra.
Sú sem fer útaf listanum er hún Fröken Óþolinmóð og í staðinn fyrir hana fer inn hún Kráka.

Bondína stolt með sín 3 lömb.

Ég hef smá áhyggjur af henni Bondínu sem er á 9 vetri en reyndar var hún sú sem stóð sig einna best í fyrra með sín 3 lömb ölll jöfn og falleg og hún var í flottum holdum frameftir en svo fór hún að flóðmjólka af sér holdunum.
Um haustið skilaði hún lömbunum sínum svo fallegum að ég setti á 2 gimbrar undan henni en hrússinn fór í SS.
Í ár var ætlunin að setja á undan henni hrút og það er eins gott að hún komi þá ekki með 3 gimbrar.
Hún fékk við Badda sem er Laufasonur en á bakvið hann er gríðarleg frjósemi en það var nú kannski ekki það sem ég var að eltast við heldur er verið að reyna að koma upp góðum hrút sem hægt er að nota á flestar kindurnar í húsinu án þess að úr verði stórt ættarmót hjá þeim í Desember.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 654
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296911
Samtals gestir: 34168
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 19:21:00