Heimasíða Ásgarðs

10.11.2009 00:45

Fyrsti (stóð) hesturinn minn hann Funi

Einu sinni var stelpa sem átti sér þann draum heitastann að eignast hest.
Kannist þið við þessa byrjun emoticon ?

Ég hinsvegar eignaðist stóðhest sem minn fyrsta hest.

Funi 3 vetra stóðhestur og ég 16 ára trippalingur.

Kannski ekki alveg það skynsamasta fyrir 15 ára gamla stelpu og þarsem folinn bæði beit og sló þá varð þetta aðeins meiri vinna fyrir mann svona óharðnaðann í tamningunum.

Kunni reyndar ekkert og vissi ekkert hvað ég var að fara útí.
Átti ekki kost á öðru og var bara ánægð með hann.

Nú fyrsta veturinn var hann bundinn á bás og látinn berja stoð þartil hann uppgafst.

Maðurinn sem gerði mér þennan greiða stóð við stoðina og lagði höndina á lendina á klárnum og lét hann berja þartil hann gafst upp en þetta tók allt í allt hátt í klukkustund.

Eftir það sló hann Funi minn aldrei og hætti að bíta fólk sem kom of nærri honum.

Nú um vorið fórum við norður í sveitina og þar hélt "tamningin" áfram.
Á kvöldin var klárinn mýldur og héngum við fjögur í honum og þóttumst vera að kenna honum að teymast.

Funi 3 vetra graður vorið 1982 stendur aftaná myndinni.
En sjáiði beislabúnaðinn og klippinguna á klárnum!!

Okkur þótti mest gaman þegar að hann prjónaði og lét illa því þannig hlaut það að eiga að vera,minnsta kosti sá maður það í kúrekamyndunum í sjónvarpinu!

Einn daginn vorum við einar stelpurnar og prófuðum nýja aðferð og tókst okkur að fá klárinn til að elta ef við vorum með köggla í vasanum.

Þá var það bara næsti kafli að demba sér á bak og auðvitað hnakk og beislislaus útí haganum.
Það gerðu Indjánarnir í kúrekamyndunum!

Klárinn þaut fram og aftur og niður brekku og ég flaug aftur og aftur af honum þartil að folinn fór að fara varlegar niður þessa brekku því hann virtist hafa gaman af þessum leik.

Næst var fá bóndann á bænum til að teyma undir mér útá hlaði.
Allt gekk einsog í sögu,klárinn stóð kyrr meðan ég stökk á bak og svo teymdi kallinn okkur fram og tilbaka um allt hlaðið.

Ekki þótti honum nú þetta nógu spennandi og fór að kippa aðeins í folann og vita hvort hann myndi nú ekki hrekkja mig smá hehehehehe...........emoticon .

Á mynd af þessum aðförum en finn hana ekki.

Allt gekk þetta einsog í lygasögu en þá var komið að því að gelda folann.

Ekki var hægt að hafa okkur ríðandi um allar sveitir með kúlurnar dinglandi og allt fullt af fínum stóðhestum með hryssur í grenndinni!

Daginn eftir að klárinn var geltur þá var fullorðna fólkið ekki heima og ákvað ég að leggja hnakk á nýgeltann folann og fara ríðandi niður að póstkassa og sækja póstinn á honum.

Auðvitað gekk það einsog í lygasögu enda var aumingjans hesturinn slappur eftir geldingna og fór þetta bara fetið.

Nú krakkarnir kjöftuðu þessu í fullorðna fólkið og fékk ég svosem ekki miklar skammir EN afturámóti fékk ég leyfi til að halda áfram með "tamningna"á honum eftir vinnu á kvöldin.

Ég held að bóndinn hafi verið orðinn svolítið forvitinn að vita hvað ég kæmist upp með á folanum.

Fyrst var bara riðið í móum og inná túnum og þegar að klárinn fékk þá flugu í höfuðið að fara að hlaupa með mig þá beindi ég honum í keldur og lét hann hafa fyrir því þar.

Það var ekki sjón að sjá okkur eftir eitt skiptið en þá var ég með drulluna uppá bak og klessurnar í hárinu!

Ég á Fork,Tara í bakpokanum og Biskup teymdur á heimleið frá Vodkahvammi.
Fannst þessi mynd svo skemmtileg þó hún tengist ekki Funa að ég lét hana fljóta með.

En það er skemmst frá því að segja að ég reið honum um allar sveitir og fór með strákunum niður að Skinnastöðum í fótbolta við krakkana þar og þeir hjóluðu en ég reið klárnum.

Hann beið rólegur á kroppinu á meðan við spiluðum og svo var kapp heim og við Funi unnum alltaf emoticon .

Um haustið fór ég aftur heim á Suðurnesin og klárinn kom svo um áramótin suður.

Þessi vetur var hrikalega erfiður því klárinn vildi ekki vera einn í reið eftir að hafa kynnst að fara með öðrum hrossum og ég fékk margar bylturnar.
Aldrei var það spurning að gefast upp.

Hann rauk heiftarlega og eitt sinn blindrauk hann og náði ekki beygjunni almennilega á ferðinni og endaði úti stórum skafli og festi þar framfæturnar og flaug í kollhnís með mig og ég spýttist eitthvað útí skalfinn.

Ég fékk rosalegt höfuðhögg en missti nú ekki meðvitund (fékk heilahristing) og náði með herkjum að koma klárunum restina að húsinu og inná bás.

Þetta fréttist og fullorðna fólkið ákvað að það þýddi ekki að hafa stelpuna eina þarna lengst uppí Turner og fékk ég pláss inní Gusti hjá frábæru fólki sem ég þekkti þar.

Restina af vetrinum fór ég með rútu í bæinn og labbaði langar leiðir til að komast á hestbak nærri því 5 daga vikunnar.
Heim fór ég svo á puttanum!!!
Labbaði frá Gusti og niður að sjónum og skolaði vel stígvélin og þumallinn upp!

Þennan vetur gekk ágætlega með klárinn en hann var kargur oft á tíðum og eitt sinn var hann í svo grautfúlu skapi að hann datt með mig í kollhnýs af FETI!

Eitt sinn rauk hann svo heiftarlega uppí hverfið og þegar að hann tók beygjuna að hesthúsinu gat hann ekki stoppað sig og lentum við af fullu afli á hlöðuveggnum!

Annað skiptið rauk hann niður brekku og ég fór að reyna að tosa og gera eitthvað og þá blindlá hann niður alla brekkuna og ég alveg að skíta á mig af hræðslu!
Ætli það sé þessvegna sem ég kann ekki að meta skeið í dag hehehehe.......emoticon .

Ég á Sprota Gáskasyni 7 v. og Stína á Funa mínum 13 v. vorið 1992.

Næsta vetur eftir dvölina í Gusti þá vorum við inná Mánagrund.
Eftir allar rokurnar tók klárinn að stunda það að stökkva útundan sér.

Ekki gafst ég upp enda til hvers?
Ekki var annað í boði en þessi húnverski hrekkjahundur og ég ætlaði að vinna hann.

Eftir einhver ár þá loksins var hann farinn að stillast og á endanum var hann orðinn svo stilltur að slegist var um hann í reiðskólanum hjá Mána.
Hann var einn öruggasti hesturinn og allir sem voru skíthræddir voru settir á Funa kallinn.

Funi gamli með Krissu dóttur mína og frænku hennar.

Ég sé ekki eftir öllum okkar byltum,rokum og útundarhoppum því eitt dýrmætt kenndi þessi fyrsti hestur mér og það er hvað ég vil EKKI eiga eða rækta.

En ég má heldur ekki kenna honum um þetta allt því ég átti megnið af allri vitleysunni því ekki bað hann um að verða taminn og notaður sem reiðhestur í öll þessi ár.
Hann var bara hestur sem naut sín mest og best á beit útí haganum.
Blessuð sé minning hans Funa,ég vildi ekki hafa misst af allri þessari reynslu með honum.
 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 231
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 299620
Samtals gestir: 34551
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 07:39:55