Heimasíða Ásgarðs

29.11.2009 13:53

Að bjarga sé með öllum ráðum

Enn er verið að dekra við gibburnar en ég fór að suða í kallinum að ég þyrfti eitthvað til að gefa litlu dömunum smá Bygg frá Svan í Dalsmynni því það ku vera ansi gott í kindur.
Ekki var hann lengi að drífa sig af stað og kom með lausn á þessu í hvelli.

Hann fann þessar forláta rennur sem hann skrúfaði fastar niður í góðri hæð fyrir dömurnar og nú er slegist um Byggið af miklum ákafa og ætla ég að þær blómstri af því í vetur.

Nýja aðferðin við að gefa heila rúllu í einu í stóra garðann er alveg að gera sig.
Þær eru í 14 daga að koma niður rúllunni og þá er bara smávegis eftir af grófu og smá af kuski sem nýtist vel sem undirburður fyrir þær en allt fé hér er á taði og vélmokað út.

Farin út að halda áfram smíðinni í hesthúsinu en von er á folöldum inn en sum fljúga út til eigenda sinna í Janúar og önnur verða áfram.

Fariði varlega í umferðinni!
Það er víst fljúgandi hálka emoticon !

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 132
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 231
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 299710
Samtals gestir: 34558
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 15:00:53