Heimasíða Ásgarðs

31.12.2008 01:30

Gleðilegt nýtt ár og þökkum liðið


Smá montblogg svona síðasta daginn fyrir áramótin.

Hrókur kom heim rétt fyrir hátíðirnar og var hann í fantaformi og leit afskaplega vel út eftir Hóladvölina enda allt þar á bæ til fyrirmyndar emoticon .

James og Hrókur.

James Bóas Faulkner tamingarmaðurinn hans og þjálfari kíkti svo í gær og brá sér á bak honum svona til að sýna breytinguna á klárnum.

Svei mér þá ef að það er ekki kominn heim nýr og sáttari Hrókur! Allt annað að sjá klárinn en aðalvandræðin voru hve hvekktur hann var í beisli en allt er þetta á góðri leið með að vera gleymt og grafið það sem skeði í frumtamningunni.

Soldið blörrað, birtan alveg skelfileg og rigning emoticon .

Ég bjóst nú við að fá klárinn góðann til baka en ekki svona góðann!

Engar þyngingar til að ýkja fótaburðinn emoticon mont mont.
Eruði nokkuð að fara að emoticon híhíhí.....það er hollt og gott að vera ánægður með sitt.

Brokkið er svakalega gott í klárnum.

Núna þarf ekki að setja sérstök mél uppí hann,nánast hægt að nota hvað sem er emoticon .

Viljinn er allt annar og núna þorir hann og getur hugsað áfram en það var voðalega mikið vandamál að fá hann til að hætta að hugsa um tunguna sem var á flótta uppí kok af og til og núna horfir klárinn fram en ekki uppí loft!

Gleðin skín af honum í reið hvort sem er frá húsi eða heim emoticon .Frábært!!!

Takk æðislega James fyrir að koma til baka með nýjan hest handa mér emoticon .

Og takk fyrir allt hrósið um klárinn og frábæra tamningu og umhirðu emoticon .

Nú er bara að drífa sig í Mosfellsveitina og sækja hnakkinn úr viðgerð til Helgu Skowronski og fara að ríða út af alefli þegar að veður leyfir.

Ekki þýðir að láta Hrókinn rykfalla útí rúllu eftir að fá hann svona fínann og flotta heim!

Gleðilegt Nýtt ár elskurnar mínar og takk kærlega fyrir allt gamalt og gott á því gamla.

Og gleymum ekki að skilja eftir ljós í hesthúsunum annað kvöld/nótt og ekki verra að hafa útvarp í gangi.

Þá verða skepnurnar síður varar við lætin í okkur mannsfólkinu emoticon !

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295138
Samtals gestir: 33894
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 02:40:38