Heimasíða Ásgarðs

18.12.2013 23:56

Fljúgandi hálka og útigangi gefið


Mynd: Fljúgandi hálka í dag og gekk ég um einsog mörgæs til að detta ekki í hálkunni.
Gáfum útiganginum nokkrar rúllur og fylltum svo á fjárhúsið svo að það verði ekki rúllulaust þar yfir hátíðirnar.

Hrútagormarnir þeir Fáni og Stóri Stubbur eru samviskusamlega að setja lömb í kindurnar sem var deilt niður á þá.
Allt uppá gamla mátann í ár,tími ekki að láta svampa,það er orðið svo dýrt!
1.200- kall á kindina fyrir utan akstur hingað.
Seinkaði sauðburðinum þannig að fyrsta kind á að bera í kringum 7 Maí.Svo bara bera þær koll af kolli.

Eitthvað er að verða lítið til af kanínuungum en það fóru ung kynbótadýr bæði norður í land og lengst austur á Dalatanga.
Ég taldi það sem er tilbúið til sölu núna af Rexunum og eru það ekki nema 1 Orange Rex högni-1 Opal Rex högni-2 Opal Rex læður.

Af holdakanínum eru bara til 1 silfurlitaður högni og bróðir hans svartur að lit.
2 hvítir blendingar af angóra og holdakyni er einnig til sölu og annar er alveg einstaklega skemmtilegur karakter.
Eitt got er svo enn of ungt til að fara á sölulistan en það verður núna fljótlega.

Hænurnar eru að fara á fullt í varpinu og keyptum við nýtt voða flott fóður handa þeim sem heitir Gold Mix og nú bíð ég bara eftir því að það detti úr þeim eitt og eitt gull egg.
Þær eru himinlifandi með nýja fóðrið en það gengur hraðar á það í matardöllunum heldur en gamla fóðrið.
Nú bíð ég svo bara spennt eftir því að geta boðið þeim líka uppá íslenskt ræktað bygg en það bara hlýtur að fara að koma sekkur frá vinum mínum á Snæfellsnesinu blink blink :) 

Hrókur og tittirnir uppfrá hafa það bara fínt og eru annaðhvort útí rúllu eða inni að að nasla í sig heyi,fer bara eftir veðri hvort þeir eru úti eða inni blessaðir.
Gaman að sjá þá veturgömlu hvað þeir blása út og stækka!
Myndafyrirsætan í kvöld er hann Biskup minn heitinn bróðir hans Hróks en var þetta minn aðalreiðhestur í mörg ár og mikill dekurdrengur hjá mér:)
Ég hef stundum haldið því að að þessi hestur hefði mannsvit,hann var rosa klár í kollinum og frábær félagi.Feiknaklár á ferðalögum og eitthvað var ég nú að spreyta mig á honum á keppnisvellinum en hann var bara of viljamikill og ör í svoleiðis verkefni.
Sá gat nú stikað á á brokkinu þegar að hann loksins gaf það fyrir æsing og svo þeyst áfram á botnlausu tölti sem var hans aðalgangur sem hann kaus sjálfur!
Biskup og Súsý litla
Fljúgandi hálka í dag og gekk ég um einsog mörgæs til að detta ekki í hálkunni.

Gáfum útiganginum nokkrar rúllur og fylltum svo á fjárhúsið svo að það verði ekki rúllulaust þar yfir hátíðirnar.

Hrútagormarnir þeir Fáni og Stóri Stubbur eru samviskusamlega að setja lömb í kindurnar sem var deilt niður á þá.
Allt uppá gamla mátann í ár,tími ekki að láta svampa,það er orðið svo dýrt!
1.200- kall á kindina fyrir utan akstur hingað.
Seinkaði sauðburðinum þannig að fyrsta kind á að bera í kringum 7 Maí.Svo bara bera þær koll af kolli.

Eitthvað er að verða lítið til af kanínuungum en það fóru ung kynbótadýr bæði norður í land og lengst austur á Dalatanga.
Ég taldi það sem er tilbúið til sölu núna af Rexunum og eru það ekki nema 1 Orange Rex högni-1 Opal Rex högni-2 Opal Rex læður.

Af holdakanínum eru bara til 1 silfurlitaður högni og bróðir hans svartur að lit.
2 hvítir blendingar af angóra og holdakyni er einnig til sölu og annar er alveg einstaklega skemmtilegur karakter.
Eitt got er svo enn of ungt til að fara á sölulistan en það verður núna fljótlega.

Hænurnar eru að fara á fullt í varpinu og keyptum við nýtt voða flott fóður handa þeim sem heitir Gold Mix og nú bíð ég bara eftir því að það detti úr þeim eitt og eitt gull egg.
Þær eru himinlifandi með nýja fóðrið en það gengur hraðar á það í matardöllunum heldur en gamla fóðrið.
Nú bíð ég svo bara spennt eftir því að geta boðið þeim líka uppá íslenskt ræktað bygg en það bara hlýtur að fara að koma sekkur frá vinum mínum á Snæfellsnesinu blink blink

Hrókur og tittirnir uppfrá hafa það bara fínt og eru annaðhvort útí rúllu eða inni að að nasla í sig heyi,fer bara eftir veðri hvort þeir eru úti eða inni blessaðir.
Gaman að sjá þá veturgömlu hvað þeir blása út og stækka!
Myndafyrirsætan í kvöld er hann Biskup minn heitinn bróðir hans Hróks en var þetta minn aðalreiðhestur í mörg ár og mikill dekurdrengur hjá mér:)
Ég hef stundum haldið því að að þessi hestur hefði mannsvit,hann var rosa klár í kollinum og frábær félagi.Feiknaklár á ferðalögum og eitthvað var ég nú að spreyta mig á honum á keppnisvellinum en hann var bara of viljamikill og ör í svoleiðis verkefni.
Sá gat nú stikað á á brokkinu þegar að hann loksins gaf það fyrir æsing og svo þeyst áfram á botnlausu tölti sem var hans aðalgangur sem hann kaus sjálfur!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 258
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 299423
Samtals gestir: 34521
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 07:11:13