Heimasíða Ásgarðs

03.12.2013 00:14

Aligæsirnar

Nú var komið að því að gera tilraun til að veiða aligæsirnar okkar sem struku frá okkur fyrir 6 vikum og flögruðu sér yfir á tjörnina rétt fyrir utan Sandgerði og komu sér fyrir útí hólma þar.
Við erum búin að vera dugleg við að fóðra þær þarna og spekja og fyrir nokkrum dögum settum við upp risastórt búr og gáfum þeim brauð inní það og þegar að þær voru orðnar voða öruggar með sig inní búrinu var ákveðið að nú skildum við gera tilraun að ná þeim.



Og það tókst í dag,þær komu hlaupandi einsog vanalega þegar að þær sáu bílinn koma keyrandi að tjörninni og Hebbi gaf brauð inní búrið og inn runnu þær og átu og átu brauð.

Svo kippti kallinn í spottann og hliðið lokaðist á eftir þeim.
Við vorum rétt búin að loka og tryggja að hurðin opnaðist ekki þegar að brást á með þvílíku hagléli og látum.


Ég fór svo inní búrið og gómaði þær og var það miklu minna mál en ég hélt.
Þær lögðust bara niður greyin og biðu eftir því hvað verða vildi.

Svo settum við þær í stórt hundabúr uppá pikkupinn og ókum heim.


Það var ekki spurning að nú skildu þær inn í stóðhestahús og Hrókur kallinn sem átti að fá sína spez stíu varð að víkja en hann er í næstu stíu við hliðina á þeim og væntanlega geta þær sagt honum frá ævintýrum sínum þegar að við heyrum ekki til.

Ég ákvað að það fyrsta sem gert yrði væri að vængstýfa þær og ég hætti ekki fyrren ég fann viturlega aðferð á youtube þarsem dýralæknir sýndi bestu aðferðina við að vængstýfa.

Svo var bara að klippa og vanda sig voða vel og líta þær allsekki út fyrir að hafa misst megnið af vængfjöðrunum sínum eftir klippinguna en þær fjaðrir eru farnar sem þær nota til að hefja sig til flugs.


Set hér inn að gamni youtube myndbandið því það kemur stundum fyrir að fuglar eru vængstýfðir á vitlausan hátt og skaðast þeir stundum ansi illa en þetta er ekki eins flókið og maður hélt og fer ekki illa með fuglana á nokkurn hátt.
Hann talar um að taka af báðum vængjum til að fuglinn haldi áfram ballans og svo á að skilja eftir nokkuð af fjörðum næst fuglinum (næst búknum) svo að klipptir fjaðurstafir meiði þá ekki og svo á allsekki að taka ystu 2 fjaðrirnar af.
Við ákváðum að halda 3 ystu á okkar fuglum.
Og núna eru þær mun léttari heldur en þær komu til okkar en með nægu fóðri og atlæti náum við þeim aftur upp í fyrri þyngd því það vantar ekki matarlysinna í þau blessuð hjónin:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 258
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 299449
Samtals gestir: 34522
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 09:37:35