Heimasíða Ásgarðs

30.05.2006 22:21

Hryssur snyrtar

Loksins getur maður sest niður og bloggað um það sem gerst hefur síðastliðna daga.Síðastliðinn Sunnudag klárðuðum við verkin okkar snemma og fórum svo í Reykjavíkina í Stúdentaveilsu hjá honum Jóa hennar Möggu fóstursystur.Sá er nú aldeilis klár í kollinum og dúxaði drengurinn með stæl.Lægsta einkunn 9 og svo ekkert nema 10.Innilega til hamingju Jói minn,vona að þú verðir ekki súr útí mig fyrir að setja þetta hér...........maður verður bara svo stoltur þegar að svona gerist innan ættarinnar .

Veðrið er búið að vera með eindæmum gott,sól og hiti í marga daga en þó hefur vantað rigningu fyrir beitina hjá hrossunum sem eru þó farin að getað kroppað verulega mikið með heyrúllunum.Í fyrradag kláraði ég að ormahreinsa merarnar sem verða hjá Hrók en þær sem eftir voru aðalgellurnar sem ekki láta ná sér sér útivið.Þær voru allar reknar inní hesthús nema Halastjarna sem hefði aldrei farið inn með nýja folaldið sitt þannig að ég náði hann í rólegheitum í einu horninu þarsem ég kom múl á hana og gat ormahreinsað hana og snyrt.Allt gekk þetta vel og fóru þær allar niður á bakka nema B-Sokka sem er eitthvað lasin og orðin hrörleg að sjá.Hún er einsog Anorexísjúklingur og tók ég hana inní hesthús og hringdi svo í Gísla dýralækni.Reyndar var hann búinn að kíkja á hana svolítlu áður en þá var hún ekki eins slæm og hún er núna.Hebbi fór inní Keflavík og sótti Prolac paste sem er þykkni til styrktar þarmaflóru í skepnum því merin er með pípandi drullu.Þetta þarf að gefa henni reglulega og sjá svo til hvað skeður með meltingarveginn í henni.Ég ætla að vona að hún nái sér á strik áður en hún kastar en ég verð að hafa góða gætur á henni þegar að því kemur.Snót er með henni svo B-Sokka sé róleg en Snótin er alveg fyrirmyndarskepna og hefur mjög róandi áhrif á B-Sokku sem er í eðli sínu afar stygg og vitlaus.

Við Hebbi fórum niður á bakka í gær og vorum við með hófklippurnar nýju og skæri.Restin af merunum voru hófklipptar og taglið snyrt.Veðrið var svo frábært og gott að þetta var ekkert mál.Ég tala nú ekki um hvað við eigum góðar og þægar stóðmerar.Meira að segja Sokkadís hennar Sabine stóð einsog klettur en hú er ótamin fjagra vetra undan honum Hrók okkar.

Þetta er hún Sokkadís Hróksdóttir.Hún er fylfull við Glym frá Innri-Skeljabrekku.

Toppa gamla Náttfaradóttir,hún er líklega ekki fylfull en hver veit?

Skjóna reiðhryssan mín er alveg að fara að kasta og er fylfull eftir Hrók frá Gíslabæ stóðhestinn okkar.Sumir (Hafdís) er alveg að farast úr spenningi en hún á folaldið úr Skjónu.Þessi stóri skjótti pakki ætlar bara ekki að opnast!

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 197
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 334
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 294691
Samtals gestir: 33813
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 16:38:38