Heimasíða Ásgarðs

23.05.2006 23:56

Hrikalega kalt!

Mikið agalega er búið að vera kalt síðustu daga.Trippin hafa verið hýst aftur en þau undu sér svo vel í rúllu og sumaryl um daginn en svo kom aftur vetur og meira að segja komu nokkur snjókorn hér um daginn.Glófaxi var svo heppinn að finna brauðlyktina í gegnum heyið  en ég hafði gleymt því að ég sturtaði úr brauðpoka í einn stallinn um daginn og gat ég ekki annað en smellt mynd af honum í hinum mestu átökum við heilt brauð!Því var nú bróðurlega skipt á milli allra eftir myndatökuna svo folinn fengi nú ekki illt í mallann sinn.

Við Hebbi minn fórum í Reykjavíkina í dag til doksa.Ég er næstum einsog nýsleginn túskildingur nema að bakið er eitthvað farið að láta á sjá.Hebbi þurfti að fara í meiri blóðrannsókn niður í Glæsibæ og svo var stefnan tekin á Jóa Byssusmið og í Hvítlist en þar var nú búið að loka en ég verð nú ekki lengi að panta það sem mig vantar í gegnum símann á morgun.Ég sá svo sniðugt apparat til að sauma í gegnum leður en það bíða einar þrjár teymingargjarðir eftir viðgerð hjá mér.Svo er eitt og annað sem ég gæti alveg farið að gera við fyrir sjálfa mig og er alveg tímabært að fara að grúska í því fyrir Vigdísarvallartúrinn í sumar.Ég get ekki sleppt honum þriðja árið í röð.Ég man aldrei hvað ég er búin að fara þetta oft en þær eru minnsta kosti orðnar 15-16 ferðirnar á vellina og altaf jafn gaman.

Á morgun er Kvennareiðin og það verður sko mikið húllumhæ og er ég að hugsa um að hafa cameruna með og TÝNA HENNI EKKI! Það verða sko margar Sillý Nætur á hestbaki og ætla ég að mynda þær! Bíði bara hehehehehe .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 977
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 285020
Samtals gestir: 33354
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 09:50:55