Heimasíða Ásgarðs

11.07.2010 11:44

Heyskapur byrjaður

Við erum byrjuð í heyskap og fyrsta túnið ætti að vera búið að rúlla og pakka en veðurguðirnir sáu svo um að það yrði ekki hægt með því að senda okkur rigningu í heyið á síðustu metrunum.
Nú það fór einnig lega í rúlluvélinni þannig að þessu var sjálfhætt en í dag á að klára.

Byggið frá Svani í Dalsmynni er að verða tilbúið til þreskingar hnéhnéhné.....:)

Nei.............:)Bannað að plata ykkur svona en þetta eru "barnabörnin" frá Svani sem tókst að forðast gráðuga kanínukjafta og enduðu í kanínuskítahaugnum og dafna þar vel.

Mikið ofboðlega eru þetta fallegar plöntur!

Ég arkaði út með cameruna í gær og fyrradag og nú skildi sko taka myndir af hrossum og öðru skemmtilegu hér á bæ.

Astró er samviskusamlega að fylla á dömurnar sínar á milli þess sem að hann er í léttu trimmi hjá eigendum sínum.

Hann er frískur einsog önnur hross hér á bæ en flensan hefur farið mildum höndum í gegnum stóðið og ekki hefur sést mikið rennandi úr nösum á hrossum nema rétt glært og svo smá hvítt á innanverðum nasaholunum og svo auðvitað hafa þau hóstað en þá aðalega þegar að þau hafa verið búin að hlaupa um og stoppa svo og þá hefur maður heyrt þau hósta.

Toppa gamla sem er að nálgast þrítugsaldurinn er sú eina sem er með þungan barkarhósta ef að hún hreyfir sig en sú gamla er alveg sílspikuð og lítur vel út.

En það fer nú að líða að því að tekin verði gröf fyrir þá gömlu en eitthvað er verið að draga þetta enda ekki skemmtilegt að kveðja hross sem hefur verið hér til í svona mörg ár og er eitt af þessum hrossum sem maður ber virðingu fyrir og þykir vænt um.

Sem ætti að segja manni það að sýna henni tilhlýðilega virðingu og leyfa henni að fara á meðan hún lítur svona vel út og er hraust.

Miklu skemmtilegra að muna hana svona feita og fína á síðustu metrunum heldur að að geyma það og enda svo kannski í leiðindum en svona gömul hross geta hreinlega hrunið saman á örskömmum tíma og hálf veslast upp.

Talandi um gamlar hefðardömur þá var Hrókur með eina slíka hjá sér í fyrra en hún Storka 22 vetra kom til hans í fyrrsumar og fyljaði klárinn hana strax en Storka hefur aldrei átt folald áður og í vor kom svo rauðstjörnóttur strákur í heiminn og sýndi ömmu í Ásgarðinum hvað hann getur þegar að hann kom hingað í gær með mömmu sinni sem var að koma undir stóðhest.

Vanda sig...........amma er að horfa á!

Váli og Forseti hefðu mátt taka litla bróðir til fyrirmyndar en þeir fóru bara um á fíflagangi þegar að ég reyndi að mynda þá.

Hrókur er í atvinnubótavinnu í sumar og er hálfatvinnulaus og er ekki sáttur við að hafa svona lítið að gera.


Segist geta gert miklu meira bara ef að hann fái tækifæri til þess.

Það er svo mikið og gott framboð af stóðhestum í landinu sem er bara frábært enda 2007 árgerðin að spreyta sig í merum í sumar og ætla má að þar séu á ferðinni margar vonarstjörnur með flotta feður á bakvið sig en 2007 áttu allir skyndilega pening til að halda undir alla þá dýrustu.

Mikið verður það spennandi að sjá þennan árgang mæta í kynbótabrautina næsta vor.

Hrókur verður heima í merum í sumar og það eru laus 2 pláss undir hann.
Tollurinn kostar 30.000-með öllu og þetta "allt" er girðingargjald,frábært eftirlit,rennandi vatn í kar,saltsteinar+steinefni og vítamínfata verður í hólfinu eftir þörfum.
Sónar ekki innifalinn og þurfa eigendur að sjá um það sjálfir.


Hrókur er að gefa fín reiðhross sem yfirleitt allir geta farið á bak,þau fara rólega af stað í tamningu en viljinn kemur hægt og sígandi.
Altaf gott þegar að knapi og hestur geta þróast saman í rólegheitum og vaxið saman í getu og finnst mér gömlu gigtveiku konunni þetta frábær kostur enda löngu hætt að berjast við sjónhrædd og hvik hross.

Þetta eru engar púðurtunnur í reið en komast nú samt alveg áfram og eru fyrstu og elstu árgangarnir hans Hróks farin að sjást í léttari keppnum útí Þýskalandi og eigendur þar í hæðstu hæðum yfir geðslaginu í þeim.

Ef áhugi er á tolli undir Hróksa þá er ykkur velkomið að sendið mér línu á ransy66@gmail.com eða hringið í síma 869-8192.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 296183
Samtals gestir: 34070
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 12:28:45