Heimasíða Ásgarðs

17.03.2006 01:06

Hringur kominn heim.

Þá er Hringur kallinn kominn heim í hvíld og mun hann ekki vera á leið á Landsmót einsog til stóð ef að allt hefði gengið upp.Tinna sem var með hann í láni sem keppnishest var slegin svo illa í fót á Æskan og hesturinn að hún fer ekkert á hestbak næstu vikurnar.Vonandi að hún nái bata sem fyrst því það er alveg handónýtt að vera með hestadellu á háu stigi og sitja heima með fótinn í gipsi.Sendi þér baráttu og batnaðar kveðjur Tinna mín og þakka þér fyrir frábæra umhirðu á Hring í vetur:)))

Við hjónin erum orðin svo svakalega góð í skrokknum að við fengum okkur göngtúr í fjöruna okkar á dögunum og höfðum tíkurnar okkar með okkur.Við urðum vör við minkaspor mjög nýleg og líklega fundu tíkurnar minkabæli en enginn var nú minkurinn í holunni þrátt fyrir mikinn mokstur og læti í þeim.Reyndar voru kattaspor líka þarna í fjörunni og er það líklega eftir villikött en það er nú samt best að spyrja bóndann á næsta bæ hvort hann hafi fengið sér kött og láta hann vita að við séum með friðlýst Æðarvarp frá 14 Apríl 15Júlí.Það er betra að kisi haldi sig heima við því þá förum við oftar eftirlitsferðir með tíkurnar okkar.Það var mikið grafið og tætt en enginn minkur var í holunum en nóg var af lyktinni sem þær fundu.

Það var svolítið skondið en það elti okkur Selur og voru tíkurnar alveg mneð það á hreinu að þetta væri hundur og meira að segja Busla og Tara gamla hentust útí sjóinn til að kanna þetta hundkvikindi nánar sem var svona fær að synda lengi:)Ekki var Selurinn að láta það trufla sig neitt og horfði bara á þær stórum augum og var alveg viss um að þær gætu nú ekki náð honum.

Það er allt gott að frétta af útiganginum hann plumar sig í góða veðrinu sem er hér dag eftir dag.Halastjarna er höfð undir eftirliti svo að hún velti nú ekki um koll einhverstaðar og drepi sig.Hún má ekki leggjast niður og sóla sig þá rjúkum við út að huga að henni.Hún er orðin svo digur greyið að hún er varla að geta borið sig á milli rúllanna!

 

 

 

Halastjarna í öllu sínu veldi.Best að fá göngugrind fyrir hana fljótlega eða hreinlega setja rúlluskauta undir hana.Þá getur hún rúllað um hagann áreynslulaust eftir vindátt!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295182
Samtals gestir: 33903
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 04:34:24