Heimasíða Ásgarðs

13.03.2006 15:04

Frægar hænur, fylgist með!

Jæja gott fólk.Geri aðra tilraun til að blogga en allt þurrkaðist út í gær.Eitthvað er ég búin að vera að bardúsa síðustu dagana sem ég er ekki alveg að muna enda orðin ævagömul kerling:)) En það sem stendur hæst uppúr er að hún Snót reiðskólahryssa er komin hingað til okkar í skemmtilegum skiptum en við látum Bigga hafa hvolp í staðinn undan þeirri tík sem næst gýtur.Snótin er búin að vera á pillunni (höldum við) síðustu árin en henni hefur verið haldið undir stóðhesta undanfarin 6 ár og ekki fyljast.Nema hvað að núna í vetur varð hún eitthvað geðvond og leiðinleg við stíufélagann sinn svo að ákveðið var að koma henni útúr hesthúsinu og til okkar í Ásgarðinn en hér átti hún að eyða síðustu dögunum í rúllu og hverfa svo á vit feðra sinna.En glöggt er Hebba augað og þóttist hann sjá að hryssan væri fylfull og núna bíðum við spennt eftir folaldinu sem að á að fæðast líklega í Apríl.Snótin var nefnilega félagsskapur fyrir stóðhestinn hans Bjarna en hann er virkilega fallegur hestur undan Óskar frá Litla-Dal og hefur honum tekist að fylja hana með stæl.Draumur Óskarsson og Snótin voru semsagt saman í maí síðastliðnum saman í gerði uppí Fák og nú verður Snótin að taka afleiðingum af þeim kynnum og er ég búin að heita því að folaldið verði eign hans Hebba fyrir svona glöggt auga:))) Snótinn komin í Ásgarðinn:))))Skildi Hebbi fá moldótt?

Ég fór inná Mánagrund í gær og skemmti mér konunglega þar og spjallaði við fólk inná kaffistofunum.Tók myndir í gríð og erg af Guddu á verðandi græju en hún er með mikið efnilegan fola í þjálfun hjá sér.Ekki var ég alveg alein í bílnum en á pallinum voru þrjár Íslenskar Landnámshænur sem ég var að selja og eru þær að fara í þáttagerð hjá einum af Ljósvakamiðlunum:))) Valdi ég af kostgæfni fagrar dömur og tók myndir af í flutningskassanum sínum.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 245
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297242
Samtals gestir: 34220
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 18:31:47