Heimasíða Ásgarðs

07.03.2006 15:09

Ferming,brúðkaup og jarðaför.

Þá er maður loksins sestur niður og búinn að jafna sig á önnum síðustu daga.Er þá ekki best að blogga um það helsta sem skeð hefur en um helgina var ekki um annað að ræða en að bæta við vír í fína hólfið við stóra hesthúsið og setja veiturafmagn á það svo að folöldin geti nú áttað sig á því að þau geti ekki troðist út eftir eigin geðþótta.Þannig að hólfið er orðið þriggja víra rafmagshólf með lituðum streng efst svona til að allir sjái betur að það er eitthvað á milli stauranna.En í dag ætla ég að gera aðra tilraun til að setja þau í þetta hólf og vita hvort að þau læra ekki eitthvað sniðugt um rafgirðingar:)))

Sunnudagurinn 5 Mars var ósköp léttur í skepnunum enda var ég búinn að forvinna hann einsog hægt var vegna fermingar sem við mættum í klukkan 17:00.Eftir þessa fínu fermingarveislu þarsem maður át á sig gat og sukkaði svo rækilega í sykurjukkinu fékk hálfgert sykursjokk þá keyrði ég honum Hebba mínum í Brúðkaup hjá vini sínum og vinnufélaga.Fór ég til hennar stóru systur minnar í "pössun" á meðan.Um ellefuleytið um kvöldið hringdi minn maður og bað um að hann yrði sóttur og var hann ekkert voðalega veislulegur að sjá heldur var brúðkaupið sem hann fór í einskonar forbrúðkaup sem var allsherjar partý og allir góðglaðir og hressir.Ég var í 3 tíma að slökkva á kallinum mínum en hann átti að mæta í vinnu 5 um morguninn og veitti ekkert af þessum þremur tímum í svefn áður en vinnubíllinn sótti hann.En hann var sprækur á fætur en ansi þreyttur um kvöldið þegar að hann kom heim:)))

Mánudaginn 6 Mars var jarðaför í Reykjavík en hann Björn hennar Dæju frænku var að deyja.Þetta er sú fallegasta og persónulegasta jarðaför sem ég hef farið í.Ræðan var löng og falleg en presturinn var vinur þeirra hjóna og sagði vel frá ævi hans Björns sem var frábær maður og hjálpaði mörgum unglingnum á rétta braut með handleiðslu sinni í gengum sitt smíðastarf en hann var smíðakennari í Hlíðarskóla til margra ára.

Eftir erfidrykkjuna fórum við Anna til Elísu mágkonu okkar í kaffi og skraf en ég hef ekki komið til hennar í mörg ár.Það var gaman að sjá litla Guðmund frænda sem að stækkar óðum og verður kannski lítill vinnukall hjá frænku sinni í sveitinni einn daginn:)))

Jæja gott fólk,nú er best að fara að kíkja á hvort að kanínurnar eru nokkuð að fara að gjóta en það líður að því að þær fari að sýna þess merki að vilja fá til sín hreiðurkassana sína.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297299
Samtals gestir: 34231
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:22:14